Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Qupperneq 15
»5
verða meira eptir af 71,622 tn. en sem svarar io,oro
tunnum eptir því fyrsta verði, sem sildin var seld
fyrir í Haugasundi, þegar hún kom þangað. það verð-
ur um 7. hluti veiðinnar, sem verður ábati, og eru þá
eigi taldar með þær 4,800 tn. af nýrri síld, sem seldar
voru á íslandi fyrir 4 kr. hver tunna. Líkt verð-
ur og ofan á, ef tekin er aðalupphæð veiðarinnar
1,095,600 kr., og þar frá dreginn útgjörðar kostnaður
allur 945,449 kr., þá verður eptir 150,151 kr., eða um
7. hluti þess sem veiðin var verð.
Til þessarar veiði höfðu Norðmenn frá Hauga-
sundi nú um 1000 manns og þeir fengu í laun og hlut
af veiði 310,256 kr., og verður þetta að meðaltali á mann
310 kr.
pessi dæmi og ótal önnur, sem til mætti færa,
sýna á órækan hátt, hversu mikil auðsuppspretta
síldarveiðarnar geta verið hjá þjóðum þeim, er leggja
rækt á að stunda þær. það er og heldur eigi veiðin
eingöngu, sem dregur drjúgt, heldur og öll sú vinna,
verzlun og viðskipti, sem hinn mikli afli gefur af sér.
það var síldarveiðin sem fyrst og bezt hjálpaði upp
auði og velsæld Hollendinga, sem hafa lagt líf og blóð
í sölurnar til þess að vernda þenna atvinnuveg sinn.
Hjá þjóðum þeim, er vjer nú höfum nefnt, og fleirum,
hefir hún verið talin með mestu hlunnindum landanna,
0g orðið mikið skarð fyrir, ef að veiðin hefir brugð-
izt.
petta hefir komið fyrir optlega bæði um skemmri
og lengri tima, og af því hafa margir komizt til þeirr-
ar skoðunar, að þenna brunn megi ausa upp, svo að
hann þverri, eða í stuttu máli, að svo mikið kunni að
hafa verið veitt af síld, að viðkoman hafi orðið minni
og veiðin rénað.
Við þessu er ekki mjög hætt, og svo mikil sem
eptirsókn manna er á síldinni, má fullyrða, að hún nemur