Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 21
21
hún í febrúar hafi gengið undir land. Aðrir segja
hún hrygni um hausttíma. þegar athugað er það litla
sem vjer vitum, en sem æskilegt væri að gæti við ná-
kvæmar ransóknir orðið meira, er ástæða nú sem
stendur til að álíta, að varla komi fyrir sá tími á ári,
að síldir þær, er vér ræðum um, hrygni ekki eða geti
ekki hrygnt. pað gæti verið með þetta, þó tvennu
óliku sé saman að jafna, lfkt og um kálfburð, og kem-
ur þó engum til hugar að skipta kúnum fyrir það í
snembærar og sfðbærar tegundir. í Eystrasalti og
öðrum sérstökum höfum koma fram ýmsar afbrigðis-
tegundir síldar, ef svo má kalla, er hrygna á tíma, sem
er afmarkaður fyrir þær, og nokkuð frábrugðinn öðr-
um, en það verður varla sagt, að hafsíld eða kópsíld
hafi neinn sérstakan hrygningartíma. 5>að er miklu frem-
ur svo að hrygningin að líkindum getur komið fyrir
á öllum ársins tfmum, en þó svo, að hún er tíðari og
almennari á einum tfma en öðrum, og þó einkum fyrir
hafsfldina, og að líkindum fyrir kópsíldina á vorin fyr
eða sfðar, eptir atvikum. En það eru þá og til síldir,
sem hrygna á öðrum tímum. Sfldin hefir mikla fé-
lagsást, og þær, sem hrygna á sama tfma, hópa sig
saman, og ber þvf meira á þeim.
Hér á íslandi hafa engar ransóknir verið gjörð-
ar um þetta, og er því vandi úr að ráða, hvort kóp-
síld og hafsíld sé tvær sérstakar tegundir hér, eða
hvort alt það, sem kallað er kópsíld, sé það, og ekki
ungar hafsíldir meðfram. En um leið og eg segi skil-
ið við þetta efni, einkum til þess að örfa menn til ít-
arlegri ransóknar, skal eg að endingu taka fram, að
náttúrufræðingar alment enn þá telja kópsíldina og
hafsíldina sem tvær náskildar, en pó serstakar tegundir
hins sama kynflokks.
fá víkur nú máli voru að þvf, hvar sfldin hrygni.
í>að er vissa fyrir því, að sfldin kemur upp að landi