Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 27
2?
sannazt, svo sem að utklakið seinkar við kulda. Með
10— ii° Celsius hafa eggin klakizt út á n dögum.
Egg, sem fyrsta daginn var í 8° c, og siðarí n —120,
þurftu sama tfma. Egg, sem fyrstu 3 dagana höfðu
1—20 c, sköðuðust ekki, en unguðust siðan út með
11— 12° hita á 14—15 dögum. Næstum því útklakin
egg voru flutt frá 120 til 20 og sköðuðust ekki. þeg-
ar þau voru flutt, vantaði þau 2 daga en i 20 hitan-
um þurfta þau 12 daga til. Með því að brúka sjó,
sem var o°, komu fyrstu seiðin út á 47 dögum eða
jafnvel lengri tíma. Takmörkin á útklakshitanum í
Eystrasalti, er hefir lítið salt, eru lægst á milli + i°
til ~ o°. 8. Hvort hið sama á sér stað, þar sem meira
salt er í sjónum, mun enn vera ósannað. Hitt er þar
á móti víst, að hiti sá, sem er i sjónum við ísland,
og sem í hafinu fyrir sunnan og vestan það er 5—6°
og fyrir norðan og austan vanalega að eins litlu minni,
er nægur til þess, að sildarhrogn ætíð geti klakizt út,
og að þau hafa til þess nægan tima á öllum árstíma.
Mönnum er kunnugt um, að fiskar, sem alast upp
í vötnum, þroskast mjög misjafnt, og hið sama mun
vera með flestalla sjávarfiska. Má því ráða með vissu,
að fiskar af misjafnri stærð geti verið jafngamlir, og
að mismunurinn í vextinum kemur fram af misgóðri
fæðu og öðrum lifskjörum. Hið sama mun og vera
með síldina. Eins og auðskilið er, hefir menn því
mjög greint á um lengd á uppvaxtartíma sildarinnar.
fegar smáseiðið er búið að sprengja eggið, er á því
kviðpoki, og eru í honum fæðuefni þau, er síldinhefir
sér til matbjargar framan af, og vinst hann upp á
rúmum vikutíma. Að því búnu og þegar uggarnir
hafa myndazt um sama leytið, fer hún, i stað þess að
hún áður hélt sig við mararbotninn, að leita ofar í
sjóinn og grípa eptir smádýrum, sem þar eru. Við
það verður henni mikil hætta búin af straumum, sjó-