Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 38
3« firði, verið veitt mikið með ádrætti fyrir veturgamlan og tvæ- eða þrévetran upsa. Menn mega því ganga að þvl visu, að stórupsinn muni ekki hafa minni af- skipti af síldargöngum hér en í Noregi, þótt litt þekki menn til aðfara hans. fess er ekki heldur von, því að öll upsaveiði hér er óþekt, þó að um hana hafi verið ritað allvel í Félagsritunum gömlu. Mér getur eigi skilizt betur, en að hinn stóri haf- þorskur hjá oss, sem er miklu stærri en þorskur Norð- manna, sem þeir veiða á grunnmiðumsinum, —en því nær ekkert af hinum stóra þorski, er þeir kalla Rev- torsk, — muni gjöra sömu atlögur að síldinni sem upsinn, og eru þess hér dæmi á hverju ári. Hann mun fara að á sama hátt og upsinn, fleyga smáhópa úr stór- torfunum, reka þá fram og ofsækja. J>að verður á hverju vori vart við þetta i Faxaflóa, og þarf eg ekki að lýsa því. En það held eg, að hvorki upsi né þorsk- ur muni taka síld að neinum mun eða geta náð henni, þegar hún hefir dreift sér. Hún er þá að mestu ein sér, getur synt undan og forðað sér miklu betur, en þegar hún er i hnappi. Eg hefi opt orðið þess var, að þó að nokkur síld hafi verið hér fyrir innan eyjar í Reykjavík, þá finst þó ekki eða því nær aldrei sild í þorski, eptir að hún hefir dreift sér. |>að reynist svo í Noregi, að þegar síldina ber að landi, þá leitar hún vissra stöðva fremur en annara til þess að hrygna, og nemur fyrst broddur torfunnar þar staðar; það sem svo gengur inn á eptir, nemur staðar öðru hvoru megin við stöðvar fyrsta skriðsins. Sú ganga, sem komin er inn eða lögst, vikur þá ekki á annan stað; ný og ný gönguskrið halda svo áfram að leggjast við land, og i þeim siðustu er sildin yngst og minst. |>að eru að eins afbrigði, ef á sama stað fiskast optar, svo að hlé verði á milli, en beri það við, þá er það ekki sama gangan, sem leitar inn aptur

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.