Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 39
39
eptir að hún hefirfarið af hrygningfarstaðnum, heldur
hópar, sem hafa skilizt frá aðaltorfunni, og koma snöggv-
ast þar inn, en hrygna ekki. Boeck hefir aldrei fund-
ið nokkra óræka sönnun fyrir því, að hrygning hafi
átt sér stað optar en einu sinni á sama stað, á sömu
síldarvertíð.
þegar síld gengur undir land, er henni tamt að
halda sér ofansjávar, en þó mun dýpra ef hafrót er.
Mark má hafa á því, hvar miklar sfldartorfur eru fyrir.
þar er sjórinn eigi svo ókyrr sem annarstaðar, og auð-
þekkjanlegum grænum lit slær á sjóinn. Af andar-
drætti sfldarinnar leiðir, að þéttum loptbólum skýtur
upp frá henni, þar sem hún er niðri fyrir, og mun
verða minzt á þetta síðar. Árið 1861 tók Boecksjálf-
ur eptir þessu. Við Rövær í Noregi hafði orðið vart
við síldarskrið, og almenningur hélt þá þangað frá
Skudesnæs, þar sem ekki hafði orðið vart við síld.
Hann fór þá með einu síldarskipinu, og er menn gjörðu
hann varan við, að þessi einkenni sæist á sjónum á
mjög miklu svæði og ekki annarstaðar, tók hann fer-
tugt færi með blýsökku, og batt á færið fjölda mikinn
af smáönglum. Begar hann nú degi síðar fór yfir
svæði, þar sem að bar á þessu hinu sama, krækti hann
með færinu tvær síldir á 15 faðma dýpi, og með því
að reyna þessa aðferð optar, komst hann að raun um,
að sjórinn fær þetta útlit, þó að síldin í göngunni sé
svo djúpt.
þ>að er alment hald manna, að síldin leiti lands
fremur með aflandsvindi, heldur en þegar vindur stend-
ur á land. Til þess að leggja trúnað á þetta, er ekki
nægileg ástæða. f>ar á móti er það staðreynt, að síld
optast nær leitar að landi eða grynnir á sér fyrri hluta
nætur, þegar dimt er, en dýpkar á sér með morgnin-
um. þetta kemur fyrir einkum í byrjun göngu, en
þegar á hana líður, grynnir hún og á sér um daga.