Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 44

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 44
44 að þegar síldin hefir verið komin á staði, sem liggja bert fyrir hafvindum, þá hefir hún horfið þangað, sem meira skjól var fyrir. Hér á landi vita menn þess dæmi, að síld hefir rekið á land sakir ofveðra sbr. bls. 23. í>á skal þess getið, hvort hiti og kuldi hafi á- hrif á sildargöngur. Áður er skýrt frá, að síldareggið ungist út með rnjög litlum eða því nær engum hita, og menn hafa einnig óræka vissu fyrir þvi, að sérlega mikill hiti er ekki nauðsynlegt lífsskilyrði fyrir síld- ina, sem er heimilisföst fyrir norðan og sunnan heim- skautabauga, og í hinum heitari höfum miklu nær miðjarðarbaug. En þó má vera nokkur munur á því, hvað bezt eigi við hana, og hafa menn þá reynd á því, að því meiri hiti sem er ofan til í sjónum, þess neðar hafist hún við um hrygningartímann, til þess að fá mátulegan hita. þetta kann nú rétt að vera í heitari löndum, en hér er eigi svo mikill munur hita og kulda, sem þar, að minsta kosti ekki um há-sum- artímann. Boeck fann, að þegar hitinn á yfirborði sjávarins var frá */8—50 Celsius, eptir því sem viðraði, var mismunurinn á 10 faðma dýpi ekki meiri en i°, eða hitinn milli 3 og 40 C., og á 30 faðma dýpi varð hann nokkurn veginn jafn, eða um 40 C. Hann þyk- ist hafa fengið vissu fyrir því, að þegar yfirborð sjáv- arins er kalt, þá haldi síldin sig dýpra að botni en þegar hlýrra er. pegar við veiðar eru höfð net, sem haldast uppi með bólum eða duflum alt að 10 faðma frá sjávarfleti, og aptur önnur eru lögð við botn, þá er hægt að sjá, þegar vitjað er um netin, á hverri dýpt mest ánetjast og í hver netin, ofar eða neðar, mest veiðist í sama mund. þ>etta hefir Boeck ran- sakað mjög nákvæmlega í mörg ár, og sannfærzt um, að svo muni alloptast vera, sem áður var sagt, þó að ýmisleg önnur atvik, t. a. m. stormur, kunni að gjöra

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.