Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Qupperneq 48
48
ytri lífsskilyrði kunni að hafa breyzt við umskipti, sem
orðið hafa á stöðvum hennar, og þröngvað henni burt
frá veiðistöðvunum. Að slík umskipti af og til eða
með vissum tímabilum kunni að koma fyrir, er næsta
líklegt.
þ>að er rétt að fara nokkrum orðum um þær af
ástæðum þessum, sem eigi eru svo fjarstæðar, að þeim
sé enginn gaumur gefandi. Áður hefur því verið lýst,
að frjóvgunarmagn síldarinnar sé svo mikið, að lítil
eða þvi nær engin hætta sé fyrir ofmikilli veiði. Skort-
ur á fjölgan, eða tálman hennar, getur því ekki verið
orsök til þess, að veiði hafi lagzt frá. Hitt, að veitt
hafi verið með of litlum möskvum, og hrogn eyðilögð,
hlýtur að hafa verið skaðlegt, en af þeirri ástæðu
verður eigi ráðið, að hún hafi lagzt alveg frá. |>ó að
bann hafi á einstöku stöðum verið lagt við, að hafa
of smáriðin net, þá hefur síldin þó ekki fjölgað við
það. Reynslan hefir sýnt, að fallbyssuskot og háreysti
fæla síldina ekki, að minsta kosti ekki til langframa
eða um stórt svæði. þ>á er nú það, að sjónum hafi
verið spilt með dauðri síld. f>etta getur nú komið
fyrir með ýmsu móti, t. a. m. að síld, sökum þess að
möskvarnir eru of litlir, ekki ánetist nógu fast, en
loði þó við og veltist svo úr, þegar netið er dregið
upp. Boeck veitti þessu nákvæma eptirtekt, og fann
að það gat eigi verið að miklum mun, því hvorki gat
hann i vatnskíki sínum séð fjölda af dauðri sild, né
heldur fann hann, með því, að fara yfir botninn með
drögum (Skraber), nema einstakar síldir. þ>ó hafði
hann, þegar net var dregið i eitt sinn, séð einstakar
síldir losast úr möskvunum, og maður á kænu fylgdi
þá þeim, sem vitjuðu um, og tók þær síldir, sem los-
uðust frá, en hann fékk ekki nema hálfa tunnu, sem
var svo að segja ekkert hjá því, sem veiddist þann
dag. Eitt sinn fann Boeck talsvert af dauðri síld í