Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 52
5*
bili þvf, sem byijaði 1867 og sem á að ná til 1922, fór
veiðin strax að verða örari, og- varð allgóð 1877. í*etta
er nú mjög fróðlegt, en til þess að ástæða sé til að
staðhæfa eða leggja trúnað á það, þarf að ransaka
þetta mál enn betur. Sá maður, sem hefur samið
skýrslur þessar, var f júlí 1873 skipaður af stjórn Svía
til þess að ransaka lífshætti sildarinnar, og hefir
hann haldið því fram siðan, til þess að ná sem mest-
um fróðleik og þekkingu, og til þess að koma sem
beztri skipan á veiðina. Til þess álítur hann að þurfi
að ransaka t. d. daglegan gang sildarinnar, flutninga
hennar á árum og öldum eða lengri tímabilum, lesa
það saman við það, sem reynist f öðrum löndum eða
láta ransóknirnar ná sem mestri víðáttu. Frá þvf árið
1871 hafa þjóðverjar vandlega ransakað allar fiski-
veiðar í sjó, haft til þess marga menn og varið til þess
miklu fé. Hin unga framfaramikla stjórn Norðmanna
hefir starfað mjög að því, að efla þekkingu á fiski-
veiðunum. 1860 veitti stórþingið fé til slikra ransókna,
og var þá Boeck prófessor falið á hendur að ransaka
síldarveiðarnar. Hann starfaði að þessu í mörg ár.
Hin helzta skýrsla hans, sem að miklu er farið eptir
í ritgjörð þessari, var' prentuð árið 1871 á kostnað
stjórnarinnar. Eptir þann tíma var hann á ferðum
opt og tiðum nótt og nýtan dag, til þess að ransaka
um sildina. Hann hlífði sér ekki og fékk opt hrakninga
á ferðum sinum, en að lokum brast hann heilsu og
dó á unga aldri eða fertugur, f maí 1873. Hann og
samlandi hans, prófessor O. Sars, hafa fremur öðrum
unnið að ransóknum um veiðifiska og gjört margt það
ljóst, er áður var óljóst og torskilið. þ>að er eigi lítið
gagn, sem þessir menn hafa unnið þjóð sinni, að vjer
eigi tölum um frægð þá, er þeir hafa unnið bæði sér
og landi sínu.
Eg er nú búinn að lýsa hinu helzta um eðlisfar