Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 56

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 56
5* þess, að með reknetaveiðinni geta menn leitað veiðar- innar um stórt svæði, og farið svo langt og skamt sem þarf, ef að eins þess er gætt, að skipið geti náð til lands í tækan tíma, svo að veiðin ekki spillist. Eg skal taka tvö dæmi, sem gera þenna mismun ljósan. þilskip sem er útbúið til reknetaveiði frá Keflavik, Hafnarfirði eða Reykjavík, getur leitað til veiði í öll- um Faxaflóa undan Mýrum og Jökli, og jafnvel aust- ur að þorlákshöfn. Ef skip hefir stöðvar t. a. m. á Siglufirði, sem er ein hin veiðihentasta höfn á öllu landinu, þegar íslaust er, getur það veitt við rek í öll- um Skagafirði, Eyjafirði utarlega og austur að Skjálf- andaflóa. Af þessu dæmi má sjá, að reknetaveiðin getur náð yfir stórt svæði, mikið stærra en ef að eitt- hvert síldarfélag hefði fastar veiðistöðvar á einhverj-' um þessara staða, í Hafnarfirði, við Gufunes, Hvalfjörð, Siglufjörð eða Hrísey. það getur jafnvel komið fyrir, að þó að næg síld sé fyrir utan síldarfjörðinn, en gangi ekki inn, þá geti ekki orðið veitt í byrginótum, en megi hafa mikla veiði með reknetum. Til rek- netaveiða er hægt að hafa þilskip, sem á öðrum árs- tfmum eru höfð til annara veiða, einkum ef menn veldu sér það skipalag, sem hæfir vel til hvorstveggja. J>ess ber og vel að gæta, að það er ekki einungis með þilskipum, sem sfld verður veidd á reki, held- ur og á stórum opnum bátum. Á Skotlandi hefir mjög lengi verið deila um, hvort hentari sé bátar eða þil- skip til slíkra veiða. Sumir hafa haldið því fram, að það ætti ekki að hafa annað en þilskip til slfkra veiða. Aptur hafa aðrir haldið því fram, að sé veitt nærri landi, þá sé fjarstætt að hafa annað en báta til veið- anna. 1 fyrsta lagi þarf góðar hafnir fyrir þilskipin, en ekki fyrir báta, því þegar þeir eru ekki brúkaðir, eru þeir settir á land, hægt að gera við þá og gæta að þeim, sem og að setja þá fram, þegar á þarf að

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.