Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 57
57
halda. í annan stað þurfa bátarnir ekki að fara mjög
langt, þvi veiðistöðvarnar eru optast rétt við land, og
ekki lengra frá en vanalega er róið á opnum skipum.
Veiðin sjálf tekur ekki mjög langan tima; eptir fáein-
ar stundir getur báturinn aptur farið til lands, og all-
opt verið skemur eða ekki lengur á útferð og heim-
leið en þilskipið. í þriðja lagi, þá er sá kostur við
bátana, að það er öllu hægra að veiða á þeim en á
þilskipum, og er það þung vinna á þeim, bæði að
leggja netin og draga þau, ef svo vill til, full af fiski.
Sé um reknetaveiði nálægt landi að ræða, er þvi mjög
hent að veiða á bátum, og ekki þörf á þilskipum,
nema veiði sé langt frá landi. Á íslandi mun opt vera
veiðivon svo nærri landi, að bátarnir verði öllu hent-
ari á allflestum stöðum.
Ef menn spyrja um það, hvor veiðin sé vissari,
þá skal eg skýra frá reknetaveiðum Skota eptir fimm
ára skýrslu, 1873—1878. í Fraserburgh varð meðalveiði
í hvort skipti er báturinn fórút 7,72 Crans1, og í Orkn-
eyjum minst 2,68 crans, eða að meðaltali 5,74 crans.
Aðal veiðitíminn er talinn 9 vikur eða optast frá 12.
júlí til 18. september. Flestir bátar sækja veiðina frá
því um 20. júlí til Ágústmánaðarloka, og eru þeir þá
rúm 4,000 mest, en fyrri hluta júlímánaðar og í sept-
ember ekki nema um 1000, alt talið á þeim stöðum,
er skýrslan nær yfir.
Af þessari skýrslu má ráða mikið. Hið fyrsta er
það, að ef að reknetaveiði hér gæti fallið saman við
reknetatíma Skota, þá er það mjög hentugt að veiða
sild á þeim tíma. Um það leiti er fremur góðviðra-
samt all optast, og í annan stað þá gætu þau þilskip,
sem hafa verið gjörð út til þorskveiða eða hákalla að
vorinu til, tekið þátt í veiðinni, í stað þess að þeim
þá optast annaðhvort er haldið út til lítils ábata, nema
l) Cran = 168 pottar,