Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 58
5« við lóðarfiski á A.ustfjörðum, eða lögð upp. Eg skal segja frá þvi, sem mönnum ekki mun vera kunnugt, að nokkur af hinum útlendu fiskiskipum, sem eru hér við ísland, fara heim um miðsumarleitið, og fiska þar á eptir sild í Norðursjónum. Eg sé mér því miður ekki fært að gera áætlun um, hversu mikinn kostnað reknetaútgjörð hafi í för með sér, og það fer og eptir því, hversu stór báturinn eða þilskipið er. En ef gjörð- ir væru út til reknetaveiða hinir stærstu opnu bátar, er vér höfum, og þá má allvel notast við, eða hin minni skip, t. a. m. hákarlaskipin á Siglufirði eða þiljubátar bænda á Suðurlandi, þyrfti kostnaðurinn ekki að verða mikill, og mikið minni en norsk nótaútgerð. Á því er mjög mikill munur, að með norskri nótaútgerð er engin veiðivon að ráði, nema allur útbúningur sé f bezta lagi, og byrgja megi í næturnar mörg þúsund tunnur í einu á veiðistaðnum. Með fáum reknetastúf- um má fara yfir heila þingmannaleið og ná því, sem fyrir verður, og báturinn getur borið. þ>að er þá flutt f land og tekur ekki langan tima að skila veið- inni, þangað til aptur er lagt á stað; en þegar sfld er komin í byrginótina, verður hún að standa nokkra daga, þangað til úr henni er losað, og hún verður þá ekki notuð aptur fyrr en færi verður á veiði. Stór nótaútgjörð á norskan hátt er ekki við hæfi nema auðugra manna eða stórfélaga, í stað þess að hinir stærri útvegsbændur vorir eru færir um að kosta reknetaútgjörð af eigin ramleik, annaðhvort einir eða mjög fáir saman í samlagi. þetta mundi verða holl- ara hérálandi fyrir allmarga, sem gætu þannig sjálfir séð um reknetaútgjörðina, í stað þess að stór félög eru ávalt kostnaðarmeiri með stjórn o. fl. En mest kveður að þvf, að reknetaveiðin á Skot- landi og Hollandi virðist eptir skýrslu þeirri, er eg hefi sett hér að framan, að gefa vissari arð en hin

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.