Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 65

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 65
65 Hversu mörg net fylgi hverju skipi, er komið undir stærð þess, en þau eru optast frá 80—130. J>au eru fest saman til endanna í trossu, — eða hlekk, sem Norðmenn kalla það, og virðist vera réttara að taka upp þetta nafn þeirra, — lengd þeirra allra verður þvf V4 úr viku sjávar. Möskvinn á netinu nýr er rúmur 1 þuml. eða tæpur H/4 þl., en eptir að netið er litað eða tjargað og brúkað opt, verður það □ þuml. eða tæplega það, en það er lögboðið, að netið skuli vera □ þuml. Á vanalegum netum eru steinar til að halda net- inu við botn, og flárnar hafðar þannig, að þær haldi netinu beint upp, en á reknetum þurfa flárnar að vera uppi í sjávarbrún, og verður því að haga þunga net- sins eptir því, svo að það fljóti uppi, eða ef þörf er að hafa það dýpra, að það verði svo djúpt, sem að líkindum ræður að síldin sé fyrir. Að hitta nú rétt á þetta, er mjög vandasamt, og fara síldarmenn í því eptir svo mörgu, bæði veðráttu og öðrum atvikum, eða því sem þeim þykir líklegast, að eigi verður frá því skýrt. En hvernig sem þarf að leggja netin í sjó, verður að bóla þau upp, og til þess hafa menn dufl eða kagga, og er eitt af bólunum fest við hvert net með færi eða streng nógu gildum, og lengdinni hag- að eptir því, hvað djúpt netið á að liggja, annaðhvort í sjávarbrún eða á fleiri föðmum. Menn hafa optast ból þessi með ýmsum litum, til þess fljótt að geta átt- að sig á hinum mörgu netum. Fyrsta netið hefir opt- ast hvítt ból, en hið fjórða þar frá litla hvíta veifu eða flagg á stöng, og svo hefir fjórða hvert net aptur alla röðina sitt einkenni. Allri netalengjunni, að fráskildum fyrstu 4 netunum, er skipt í netafjórðunga (4 í hverjum, þannig að fyrsti fjögra neta hlutinn er ein- kendur með dufli, lituðu með 1 hlut rauðum og 3 hvítum, Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags, IV. 5

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.