Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 71

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 71
7i meíra þarf tii fláa ög þunga. þar af leiðir áþtur, að öll böfld verða að vera sterkari. því þyngra sem net- ið er, því stærri bát þarf og fleira fólk. Útgjörðin verður því ttieiri, og af því, að hinn fremsti kóstur, að hægt sé að ráða við netið, mínkar fljótt, verður og veiðivonin þeim mun minni. Af öllu þessu má ráða, að talsverða æfingu eða verklægni þurfi til að veiða með þessu neti. það mætti nú verja enn meira rúmi um neta- veiðar ýmsár á síld, en ritgjörð þessi er orðin svo löng, að eg leiði það hjá mér. f>ó skal eg að lokum taka það fram, að meðferð á öllum netum hér á landi er víðast hvar ekki sem vera skyldi. þeir sem hafa á móti þorskanetum, og reikna kostnaðinn við þau í hundrað þúsundum króna, hafa aldrei tekið það fram, að slíkur kostnaður á rót sína að nokkru í vanhirð- ingu. þau eru látin liggja dag eptir dag í sjó, og aldrei þurkuð, og þó er það regla annarstaðar, þar sem net eru brúkuð, að þurka þau sém optast, og taka þau í land til þess. fau eru þar vanalega hengd til þerris á stólpum eða kvíslum. Hér eru þau sjaldan lögð til þerris, nema á gras eða aðra reiti. Net endast hér því ekki eins lengi og annarstaðar, sjaldan nema eina vertíð, ef þau eru brúkuð að nokkrum mun. þau verða því kostnaðarmeiri en vera ber. Slæmt er þetta, en þó var það enn verta áður en menn fóru alment að lita net sín úr blásteinslit (sbr. J>jóðólf 18. ár, bls. 30). íslendingar þeir, sem fóru á sýninguna i Björgvin 1865, tóku eptir því, að Norð- menn brúkuðu hann þá, og tóku menn þetta svo eptir þeim hér syðra. En það eru nú til ýmsar betri lit- unaraðferðir, og á sýningunni í Björgvin var það tekið fram um eina þeirra, að hún væri alment brúkuð í öðrum löndum, einkum til börkunar á netum. Litar- efnið er viðarbörkur, er nefnist Catechu; hann gefur

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.