Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 44
196
sá, sem kemur fram af frumtegundinni, kvíslast meir
og meir, svo að afkomendurnir eptir margar kyn-
kvíslir eru orðnir að skyldum hópum tegunda. Nú
hafa náttúrufræðingar snemma farið að raða teg-
undum, kynjum, hópum og flokkum saman í náttúr-
legt fræðikerfi (system): sumir hafa skoðað þessar
tilraunir sem mannasetningar, gjörðar til hægðar-
auka; aðrir skoða líkinguna milli tegundanna i
fræðikerfinu eins og nokkurs konar hugsunarþráð
sköpunarinnar, án þess þó að gera nánar grein fyrir
því, hvernig þessu væri varið. jþað er þó meira
en eintóm líkingin milli tegunda og hópa, sem gerir
hið náttúrlega fræðikerfi eðlilegt; það er skyld-
leikinn , hin eina orsök líkingarinnar, sem er hið
hulda band, er tengir saman allar lifandi skepnur.
Menn héldu fyrrum, að þeir eiginlegleikar hjá
hverri tegund, sem hafa mesta þýðingu fyrir lifnað-
arháttinn og stöðu tegundarinnar í náttúrunni, væri
þýðingarmestir, er tegundunum er raðað niður í
ættir og flokka; en því fer fjærri. þ>ó mús og
snjáldurmús séu töluvert líkar að ytra útlíti, þá eru
þær þó alls ekki náskyldar; þó sækýr séu líkar
hvölum og hvalirnir fiskum, þá eru þó þessi dýr
sett í fjarstæða flokka; þessi líking er ekki skyld-
leika-líking, heldur er hún komin fram af ytri
kringumstæðum og lifnaðarhætti dýranna. þ>ví bet-
ur, sem eitthvert líffæri er lagað til einhvers sér-
staks verknaðar, því minni þýðingu hefir það vana-
Jega fyrir almenna niðurröðun tegundanna. Blöðin
hjá plöntunum hafa í þessu tilliti litla þýðingu, þó
þau séu svo nauðsynleg fyrir líf einstaklingsins ;
aptur á móti eru blómin og æxlunarfærin, eins og
alkunnugt er, aðaleinkenni jurtaflokkanna; tímgun-
arfæri jurta og dýra breytast lítið og haldast gegn-
um langa ættbálka. en úrvalning náttúrunnar verk-