Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 88
240
lega engu efnisminni enn Landnáma sú, sem vjer
nú höfum ;
2) að Ari hafi samið þetta verk eftir það, að
hann lauk við íslendingabók hina eldri.
3) að Landnámu Ara hafi verið skift eptir fjórð-
ungum í 4 parta, þannig að first hefur verið Sunn-
lendingafjórðungur, þá Vestfirðingafjórðungur, þá
Norðlendingafjórðungur og síðast Austfirðingafjórð-
ungur.
þ>essi niðurstaða er mjög þíðingarmikil firir dóm
vorn um Landnámu og um Ara sem rithöfund.
Landnáma verður miklu áreiðanlegra sögurit, ef
meginþorri hennar er samin á 12. öld af Ara fróða,
heldur enn ef mest af henni er tekið saman á 13.
öld af þeim Styrmi og Sturlu. Samt sem áður verð-
ur það hvervetna hinn mesti vandi, að segja um
hvað eina í Landn., hvort það sje komið frá Ara
eða því sje siðar viðbætt, og þetta verðum vjer á-
valt að hafa firir augum, þegar vjer notum Landnámu
vora til sögulegra rannsókna.
í annan stað hlítur virðing vor firir Ara sem
rithöfundi að vaxa stórum við það, að vjer vitum,
að hann er höfundur Landnámu, f>að er óhætt að
fullirða, að engin þjóð í heimi á annað eins sögurit
um uppruna sinn, eins og vjer íslendingar eigum,
,þar sem Landnáma er. Með íslendingabók og Land-
námu hefur Ari fróði lagt grundvöllinn til allrarsögu
Jands vors niður til sinna tíma bæði i stóru og smáu.
Allflestar hinar síðari íslendingasögur hafa ausið
meira eða minna af þessum tæra ogauðuga brunni.
Með Ara vaknar hið einkennilega og þjóðlega menta-
lff, sem blómgaðist áíslandi á 12. og 13. öld. Eng-
inn höfundur hefur verið þjóð sinni þarfari enn hann.
|>að er því skilt að geima nafn hans í þakklátri
•endurminningu.