Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 1
uppruna dýrategunda og jurta.
Eptir
Porvald Thoroddsen.
iii.
7. Kynblendingar og bastarðar. Flestir náttúru-
fræðingar hafa haft þá skoðun, að sérstakar teg-
undir dýra og jurta gætu eigi tímgazt sín á milli,
og hefir það verið notað sem aðalsönnun fyrir því,
að tegundir væri stöðugar og breyttust eigi. þessi
kenning um ófrjósemi tegundanna sín á milli er
reyndar að miklu leyti á rökum byggð, en segir
þó engan veginn allan sannleikann. J>egar ein-
staklingar af tveim ólíkum tegundum æxlastsaman,
þá framleiðist optast ekkert afkvæmi, en þó stund-
um nokkuð, en það er þá vanalega pervisalegt og
úrkynjað; bastarðarnir, sem fram koma, geta optast
ekkert afkvæmi af sér, svo hin nýja kynslóð, sem
kemur fram af blöndun tveggja tegunda, deyrfljótt
og hverfur. Náskyld afbrigði af sömu tegund geta
átt afkvæmi, sem þróast og dafnar í marga liði, og
því líkari bygging plöntu- eða dýrategunda er,
þeirra sem tímgast saman, því fleiri líkur eru til
þess, að lífvænlegt afkvæmi komi fram. En hér
er sem annarsstaðar jöfn stigbreyting; vér höfum
séð hér á undan, að það er eigi hægt að draga