Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 40
1»2
þær við meginlandið, og svo kemur þar opt hafís,
og á honum hafa tóurnar vel getað komizt þangað.
í>ó nú landspendýr ekki séu til á fjarlægum eyjum,
þá eru þar þó víða fljúgandi spendýr, leðurblöðkur
og þess konar; á Nýja-Sjálandi eru tvær leður-
blöðkutegundir, sem hvergi eru til annarsstaðar, og
eins eru leðurblöðkur á Mauritius, Norfolkey, Viti-
eyjum, Boniney, Marian- og Carolin-eyjum ogvíðar.
J>að væri undarlegt, ef engin spendýr hefðu verið
sköpuð á þessum eyjum nema leðurblöðkur, úr því
menn hafa reynsluna fyrir sér, að önnur spendýr
þrífast þar líka ágæta vel; en orsökin er náttúrlega
sú, að leðurblöðkurnar getað flogið, en hin dýrin
hafa ekki komizt út í eyjarnar. Menn hafa séð
leðurblöðkuhópa á flugi iangt út á Atlantshafi, og
leðurblöðkur frá Norður-Ameríku koma árlega til
Bermudaeyja. Margar tegundir af þeim flokki eiga
mjög víða heima bæði á meginlöndum og eyjum.
f>ær leðurblöðkur, sem hafa flækzt út á eyjar í reg-
inhafi, hafa setzt þar að, og sumar ef til vill, breytzt
eptir lífsskilyrðunum, sem þar voru önnur en í hinu
upprunalega heimkynni þeirra.
5>að er einkennilegt samband milli þess, hve
hafið er djúpt milli lands og eyja, og hverjar spen-
4ýrategundir eru á eyjunum. Windsor Earl hefir
sýnt, að djúpur áll, sem skilur Celebes frá hinum
öðrum Malaya-eyjum, líka skiptir spendýralífinu í
tvennt: beggja megin við álinn eru hópar af eyjum
í grunnum sæ, og svipuð spendýr eru á hverjum
eyjahóp, en óskyld beggja megin við álinn. Sundið
milli Englands og Frakklands er grunnt, enda eru
spendýrategundirnar hinar sömu beggja megin; líkt
er á eyjum kring um Nýja-Holland, að spendýrin
eru lík þeim, sem eru á meginlandinu, þegar sund-
in eru grunn á milli. Á milli Vesturheimseyja og