Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 33
193 stein í hominu hjá elsku börnunum sínum, sem hún var búin að búa svo vel í haginn fyrir með elju sinni. Hún var að koma út frá yfirkennaranum. Frúin fylgdi henni alveg út í dyrnar. »Hjartans þakkir, maddama Gunnhildur; jeg hlakka ógn til að koma. Já, það má segja, að þjer hafið ástæðu til að vera hreykn- ar yfir honum syni yðar.« — »Verið þjer sælar, frú 1« — »Verið þjer sælar! Verið þjer sælar, maddama Gunnhildur!« Gunnhildur vatt sjer við, til þess að drepa höfðinu enn þá einu sinni að skilnaði. En það var flughált þar sem hún stóð. Henni varð fótaskortur og hún steyptist niður fyrir steinriðið. Hún var næstum meðvitundarlaus, þegar hún var borin inn og siðan flutt heim. Hún hafði fótbrotnað. En hún bað lækninn í öllum ham- ingjunnar bænum að segja ekki frá því. Þegar Gunnlaugur og Sigríður komu til þess að vitja um hana, harkaði hún af sjer, svo hún gæti sýnzt nokkurn veginn hress, og sagði að fóturinn hefði bara undizt dálítið úr liði. Hún vildi fyrir engan mun, að brúð- kaupinu skyldi verða frestað. »Jeg verð sjálfsagt orðin svo frísk, þegar þar að kemur, að jeg get verið í veizlunni,« sagði hún, »og verði það nú ekki, þá er jeg jafnánægð eptir sem áður. Jeg hef heldur ekkert gaman af þessum fínu veizlum, þegar jeg má ekki ganga um beina.« Brúðkaupsdagurinn var runninn upp og Gunnhildur varð enn að liggja í rúminu. Kraptar hennar vóru þrotnir. Ellin og sára- sóttin gengu í bandalag gegn henni. Hún varð með degi hverj- um meira og meira máttfarin. En þegar Gunnlaugur og Sigríður komu að vitja um hana, hleypti hún í sig óskiljanlegu afli, brosti og gerði að gamni sínu. Það var mikill hátíðaljómi í brúðkaupssalnum. Það var líka hátíðabragur á öllu í fátæklegu stofunni hennar Gunnhildar gömlu. Þar brunnu ljós í tveimur messingarstjökum, sem stóðu á borði við rúmið, og mitt á milli ljósanna stóð blóm- vöndur, fallegasti brúðarblómvöndurinn hennar Sigríðar, sem hún hafði sent henni tengdamóður sinni. Gunnhildur hallaði sjer upp að koddanum. Ljósleitu tappa- togaralokkarnir vóru greyptir í umgjörð úr mjallhvítum ræmum; gulleita andlitið var kannske ögn gulara og hrukkóttara, en það átti að sjer; en sælt ánægjubros ljek um hinar fölu varir. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.