Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 55
215
Islands og annara landa, og með ströndum fram, aðrar en fáeinar póst-
skipsferðir milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, sem um hefur verið
samið fyrir löngu. Svipað afskiptaleysi held jeg að sje með öllu dæma-
laust i öðrum löndum á þessari öld. Svo kom ekki heldur til þingsins
neitt tilboð, sem það gat sinnt — ekki einu sinni frá sameinaða gufu-
skipafjelaginu danska. Allt það, verk ógert, sem landstjórn mundi hafa
gert annars staðar í samskonar máli, málið með öllu undirbúningslaust,
engin skilríki fyrir hendi, sem að því lúta, og engin þekking hjá þing-
mönnum yfirleitt, sem ekki er heldur von, og hvergi mundi til ætlazt.
Sama er að segja um öll framfaramál landsins. I öðrum löndum
er það eitt af hinum helztu störfum stjórnanna, að kom^st að niður-
stöðu um, hvað næst verði gert landinu til framfara, og svo búa sig
undir að gera hlutaðeigandi þingi niðurstöðu sína skiljanlega og aðgengi-
lega. Hjá stjórninni er allra skilríkja að leita. Hjer á landi aptur á mót
er það þingið, sem á 6—8 vikum annaðhvort ár verður að eiga upp-
tökin til alls og ráða fram úr öllu, og flest er óundirbúið, órætt og
óhugsað, þegar það berst því í hendur.
Til þessa skorts á forgöngu finna menn auðvitað, og það er jáfn-
vel farið að bóla á tilraunum til að bæta úr honum dálítið. I sumar
var veitt allmikið fje til stofnunar búnaðarfjelags fyrir allt landið,1 og að
minnsta kosti vakti það fyrir framsögumanni fjárlaganefndarinnar, f’órh.
Bjarnarsyni lector, að stjórn þess fjelags skyldi hafa með höndum yfir-
stjórn búnaðarmálanna. Væntanlega gæti töluvert gagn að því orð-
ið, þó að hætt sje við, að nokkurt hjáverkasnið yrði á fram-
kvæmdum slíkrar stjórnar. En mjer finnst undarlega lítið bera á því,
að mönnum sje það ljóst, að öll slík forganga framfaramálanna er heimt-
andi af stjórn landsins. Skorturinn á þeirri forgöngu er i mínum aug-
urn miklu þýðingarmeiri en það, sem stjórninni stöðugt er fundið til for-
áttu. Og jeg hef enga von um, að sú forganga fáist, fyr en æðsta stjórn
landsins er orðin innlend. Það er af þeirri ástæðu fremur en öllu öðru,
að mjer virðist stjórnarskrárbreyting óhjákvæmileg, svo framarlega sem
þjóðin á að ná þeim þrifum, sem vjer allir, austan hafs og vestan, ósk-
um að hún nái..................... .
Jeg hef opt hugsað um Irann, sem kom til Ameriku, og spurði,
um leið og hann steig af skipsfjöl, hvort nokkur stjórn væri þar i landi
og tjáði sig tafarlaust ætla að verða i andstæðingaflokki hennar. Það
er kunnugt, að þessu er nokkuð líkt varið með Islendinga. Þeií hafa
einkennilega sterka tilhneiging, almennt, til að vera móti sinni stjórn,
móti öllum, sem einhver völd hafa. Þetta kveld, sem jeg hef minnzt á
(3; kveldið, sem Skúlamálið var rætt i neðri deild), fannst mjer jeg, skilja
betur en áður, hvernig stæði á þessu atriði i lunderniseinkunn Islend-
inga.................... Hann (o: landshöfðingi) er maður vel máli far-
inn, ekki eiginlega mælskur, en talar ljóst, skipulega og sannfærandi,
og þreytir áheyrendurna aldrei, þvi að hann er einkennilega stuttorður og
gagnorður. Pó að mælskari menn sjeu á þingi en hann, er enginn
1 Hinn heiðraða höfund misminnir. Fjárlaganefnd neðri deildar stakk upp á
að veita þetta fje, en uppástunga hennar var felli.
Ritstj.