Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 32
192 nóg um. Hún sat ofboð alvarleg út í krók á milli tveggja kvenna og var að fitla við vasaklútinn sinn og kreista hann á millum fingranna. Og þegar menn beindu orðum sínurn að henni, svar- aði hún öllu eins og hún væri út á þekju. Ekkjan hans Einars lögregluþjóns var eina persónan í veizl- unni, sem virtist vekja eptirtekt hennar. Hún tók svo nákvæm- lega eptir öllum hreyfingum hennar, að mönnum fannst nóg um; og þegar ekkjan gerði eitthvað, sem ekki var í sem beztu sam- ræmi við almennar veizlureglur, sem stundum bar nú við, þá ljet hún misþóknun sina í ljósi ýmist með meðaumkvunarlegu brosi eða ásakandi augnaráði. Ekkjan hans Einars lögregluþjóns gekk semsje um beina og átti að taka við af Gunnhildi gömlu bæði í veizlulífinu og í bað- húsinu. Þegar farið var að borða og ekkjan hans Einars lögregluþjóns í hjartans einfeldni bar amtmannsfrúnni syltutau með laxinum, fannst Gunnhildi þó kasta tólfunum. Hún stóð upp og var eins og hún stæði á öndinni; hún hefði líka sjálfsagt rokið að aumingja ekkj- unni hans Einars lögregluþjóns og rifið af henni diskinn, ef Gunn- laugur hefði ekki með aðvarandi augnaráði komið henni til að halda sjer í skefjum. Hún hnje aptur niður á stólinn í öngum sínum og fór að borða flesk og rússneskar ertur. En það var auð- sjeð, að henni var þungt innanbrjósts. Það er ekki margt manna á götunni; því veðrið er slæmt og eptir því er færðin. Hinn dutlungafulli vetur hefur skvett regn- vatni yfir hin snæþöktu stræti og síðan látið það frjósa, svo það er næstum lifsháski að ganga úti. Gunnhildur gamla er samt á ferðinni. Stormurinn stendur ákaflega í hempuna hennar með ljósbláu leggingunum og hún verð- ur opt að halda sjer dauðahaldi í húsveggina til þess að detta ekki. En hún lætur það ekki aptra sjer. Hún verður að halda áfram hvað sem tautar; því hún er að bjóða í brúðkaup. Brúðkaupið hans Gunnlaugs og Sigriðar Snædal. Hún hafði nú tekið það i sig, gamla konan, að ganga sjálf með boðslistann; en það skyldi nú líka verða sá seinasti. Hún skyldi nú fara að fá hvíld eptir sinn æfilanga eril og setjast í helgan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.