Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 18
inn áleit, að slíkt væri eitt meðal annars vottur um uppreistarhug-
myndir þær, sem farið væri að brydda á hjá fólki.
Yfirkennarafrúin skaut út úr sjer nokkrum óljósum setning-
nm eitthvað í áttina um frelsis- og jafnrjettishugmyndir eða það
sem hún kallaði »emansípatsjón«. Henni var nú víst alls eigi ljóst,
hvað í því orði lægi, en orð hennar höfðu þó þau áhrif á allar
hinar konurnar, að þeim fannst hún hafa talað af mikilli anda-
gipt. I þá daga var nefnilega orðið »emansípatsjón« alveg eins
óþekkt eins og orðið »þjóð« með öllum samsetningum þess, t. d.
þjöðvilji, þjóðhátíð o. s. frv., sem menn seinna fóru að halda svo
mikið uppá og brúka og misbrúka svo þráfaldlega. Þá hafði þjóð-
in hvorki vilja nje hátíðir.
Læknisfrúnni fannst dæmalaust að vita til þess, hvað mönn-
um væri jafnan gjarnt til að gleyma því, á hvaða stigi þeir væru
í mannfjelaginu. Hún var sjálf búin að gleyma því, að hún var
af mjög lágum stigum, og því hjelt hún, að allir aðrir hefðu
gleymt því líka.
Hinar konurnar litu hver á aðra. — Þess konar gleyma
þær aldrei.
Gunnhildur hafði komið inn í stofuna og tifaði þar með
tebakkann sinn. Hún hafði heyrt hvert orð, sem talað var. Hún
var jafnvinaleg og með sama hæverskusvipinn og vant var, þegar
hún gekk beint fram hjá yfirkennarafrúnni og bauð fjórum konurn
teið á undan henni. Yfirkennarafrúna setti dreyrrauða, Gunnhild-
ur rjetti nú tebakkann að fimmtu konunni. Þá varð yfirkennara-
frúin náföl í andliti. Því næst gekk hún til málaflutningsmanns-
frúarinnar. Það var eldur á milli yfirkennarafrúarinnar og mála-
flutningsmannsfrúarinnar út úr vöflujárni, sem hafði einhvern veg-
inn farið að forgörðum.
Þegar Gunnhildur loksins bauð yfirkennarafrúnni te sem þeirri
sjöundu í röðinni, þá skalf frúin og nötraði svo af reiði, að hún
átti fullt í fangi með að geta haldið á bollanum.
Gunnhildur staðnæmdist fyrir framan læknisfrúna og hneigði
sig kurteislega.
»Biðjum fyrir okkur, Gunnhildur mín«, sagði frúin með mestu
lítillætisblíðu, »þetta er allt of sterkt te handa mjer«.
»Þá líkist frúin ekki honum föður sínum sáluga, honum Pjetri
hringjara. Það dugði nú aldrei að bjóða honum annað en svo
sterkt — fe«.