Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 25
i8s dynur niður stórfellt og svalt, svo það er heldur dapurt og drunga- legt utanhúss; — en því meiri er glaumurinn og gleðin aptur inni fyrir. Það er búið að kveikja á ljósakrónunum og setja lampa og kyndla um allt húsið. Það er afmælisdagurinn hennar fröken Sigríðar, og því á að halda stórkostlega dansveizlu í kveld. Hún er nú orðin nítján ára. Gunnhildur tifar úr einni stofu í aðra og er að hagræða hinu og þessu. Enginn af boðsgestunum er enn kominn. En nú hring- ir dyrabjallan. Gunnhildur lýkur upp og inn kemur ungur og laglegur maður. Hann varpar af sjer yfirhöfninni og staðnæmist svo í hinni uppljómuðu forstofu, hár og tígulegur í skrautlegum dansfötum með stúdentahúfu undir hendinni. Gunnhildur horfir á hann og vöknar um augu. »Gunnlaugur, Gunnlaugur! En hvað þú ert fínn og fallegur! Bara að þú skammist þín nú ekki fyrir hana móður þína, sem er so lítilsigld og fátæklega til fara.-« »Skammist mín fyrir þig! Hverjum á jeg að þakka það, sem jeg er, nema þjer? En heyrðu, mamma, það er so sárt að vita, að þú skulir þurfa að þrælka sona og að jeg skuli ekkert geta gert«. »Hefur þú ekki unnið líka og gert móður þinni þá gleði og ánægju að verða heiðvirður maður, sem nú er sýndur sá mikli sómi að vera boðið í dansveizlu hjá bæjarfógetanum? En það áttu henni fröken Sigríði að þakka.« »Fann hún upp á því?« — »Já, hún hefur so opt spurt um þig núna seinustu tvö árin, sem þú hefur verið burtu.« — »Hvar er hún?« — »Hjerna inni í salnum. Hún er alein. Enginn af gestunum er kominn og bæjarfógetinn og frúin eru ekki enn komin ofan.« Gunnlaugur gekk inn í salinn. Sigríður stóð álút yfir spegil- skák og var að hagræða blómum í jurtabikar. Gólfdúkurinn dró úr skóhljóðinu, svo að hún tók ekki eptir því, að hann kom. Hún sneri bakinu að dyrunum. Hann sá ekki nema hið granna vaxtarlag hennar, er þunnur tarlatanskjóll liðaðist um eins og rós- lituð skýslæða, mjallhvítar herðar og fáeina rósknappa, sem gægð- ust svo sakleysislega út á millum dökku lokkanna. »Gott kvöld, fröken!« Sigríður hrökk saman og sneri sjer skjótlega við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.