Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 25

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 25
i8s dynur niður stórfellt og svalt, svo það er heldur dapurt og drunga- legt utanhúss; — en því meiri er glaumurinn og gleðin aptur inni fyrir. Það er búið að kveikja á ljósakrónunum og setja lampa og kyndla um allt húsið. Það er afmælisdagurinn hennar fröken Sigríðar, og því á að halda stórkostlega dansveizlu í kveld. Hún er nú orðin nítján ára. Gunnhildur tifar úr einni stofu í aðra og er að hagræða hinu og þessu. Enginn af boðsgestunum er enn kominn. En nú hring- ir dyrabjallan. Gunnhildur lýkur upp og inn kemur ungur og laglegur maður. Hann varpar af sjer yfirhöfninni og staðnæmist svo í hinni uppljómuðu forstofu, hár og tígulegur í skrautlegum dansfötum með stúdentahúfu undir hendinni. Gunnhildur horfir á hann og vöknar um augu. »Gunnlaugur, Gunnlaugur! En hvað þú ert fínn og fallegur! Bara að þú skammist þín nú ekki fyrir hana móður þína, sem er so lítilsigld og fátæklega til fara.-« »Skammist mín fyrir þig! Hverjum á jeg að þakka það, sem jeg er, nema þjer? En heyrðu, mamma, það er so sárt að vita, að þú skulir þurfa að þrælka sona og að jeg skuli ekkert geta gert«. »Hefur þú ekki unnið líka og gert móður þinni þá gleði og ánægju að verða heiðvirður maður, sem nú er sýndur sá mikli sómi að vera boðið í dansveizlu hjá bæjarfógetanum? En það áttu henni fröken Sigríði að þakka.« »Fann hún upp á því?« — »Já, hún hefur so opt spurt um þig núna seinustu tvö árin, sem þú hefur verið burtu.« — »Hvar er hún?« — »Hjerna inni í salnum. Hún er alein. Enginn af gestunum er kominn og bæjarfógetinn og frúin eru ekki enn komin ofan.« Gunnlaugur gekk inn í salinn. Sigríður stóð álút yfir spegil- skák og var að hagræða blómum í jurtabikar. Gólfdúkurinn dró úr skóhljóðinu, svo að hún tók ekki eptir því, að hann kom. Hún sneri bakinu að dyrunum. Hann sá ekki nema hið granna vaxtarlag hennar, er þunnur tarlatanskjóll liðaðist um eins og rós- lituð skýslæða, mjallhvítar herðar og fáeina rósknappa, sem gægð- ust svo sakleysislega út á millum dökku lokkanna. »Gott kvöld, fröken!« Sigríður hrökk saman og sneri sjer skjótlega við.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.