Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 34
i94 Vökukona var eitthvað að dunda við rúmið hennar. Allt í einu heyrðist vagn nema staðar fyrir utan húsið og skóhljóð í for- stofunni. Gunnhildur reis upp frá koddanum og fór að hlusta. Hún kannaðist vel við þetta fótatak; það var fótatakið hans Gunn- laugs. En auk þess heyrðist annað ljett fótatak. Dyrnar opnuðust og inn um þær kom Gunnlaugur með Sig- ríði við hönd sjer. Anægjan geislaði úr augum Gunnhildar gömlu. Það var sjáleg sjón, að sjá þau þarna ungu hjónin, hann vask- legan og karlmannlegan, hana sakleysislega og brosandi með myrtus- kransinn í dökku lokkunum og skrýdda bylgjandi brúðarlíni. »Drottinn blessi ykkur, börnin mín, og launi ykkur þá gleði, sem þið hafið gert mjer með komu ykkar hjer í kveld.« »Ef þú vissir, hvað hún Sigriður var óþolinmóð yfir þvi, hvað lengi væri verið að borða, mamma! Jeg ætlaði varla að fá hana til að smakka á ábætinum, að eins af því hún ætlaði hingað til að sýna sig í allri dýrð sinni. Er hún ekki falleg ?« Gunnhildur haíði sezt upp við dogg. Gunnlaugur settist á rúmstokkinn og studdi hana með hendinni. »Og hún er líka væn,« sagði Gunnhildur og rjetti ungu brúð- inni höndina. Sigríður fjell á knje fyrir framan rúmið og hjelt í höndina á Gunnhildi. Hvíti atlaskkjóllinn hennar liðaðist í öld- nm á gólfinu, og dökku augun hennar skinu með innilegri blíðu á hið hrukkótta andlit gömlu konunnar. »Pú ætlar að gera hann Gunnlaug minn sælan, jeg er viss um það; þú ætlar að elska hann eins heitt og jeg hef elskað hann, er ekki so?« — »Það ætla jeg mamma!« — »Þakka ykkur nú fyrir, börnin mín, að þið hafið gert seinustu stundirnar mínar sona frið- sælar.« — »Hvað mættum við þá segja fyrir allt það, sem þú hefur gert fyrir okkur; ástarþakkir, mamma.« — »Nú get jeg ekki gert neitt annað en að biðja fyrir framtið ykkar. Drottinn sje með ykkur og styrki ykkur og styðji; þá er óhætt að treysta því, að ykkur líði vel.« Höfuð Gunnhildar gömlu hnje máttvana niður á öxlina á Gunnlaugi. Hann lagði hana hægt niður á koddann. »En nú verðið þið að fara aptur til boðsgestanna ykkar börn- in góð. Farið þið nú frá mjer; jeg er þreytt og þarf að hvíla mig. Jeg hef haft svo mikinn eril um æfina.« Þau kvöddu hana með innilegu handabandi. Þau sneru sjer enn einu sinni við, þegar þau vóru að ganga út úr dyrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.