Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 65
225 þeir vóra alla tið aldavinir, og er orðastaður þeirra fyrirmynd þess, hvernig fara skal að, þegar tveir deila um vísindaleg meginatriði. I öll- um hreifingum, er snerta norræn visindi, tók Maurer ætið þátt af fjöri og eldhug. Pegar deilan hófst með Dönum og Norðmönnum útaf Eddukvæðum og söguritun, ritaði Maurer rit sitt um »orðatiltækin: forn- norræn, fornnorsk og fornislenzk tunga« (1867); sjálf ritgerðin er ekki nema 50 siður, en henni fylgja 72 athugasemdir, er fylla x8i síðu, og er i þeim farið yfir flestallar fornísl. bókmenntir og rit, og skýrt i þeim ákaflega margt um upprana og samsetning flestra fornrita vorra, og er þessi ritgerð ein af aðalritum um fornnorræna bókmenntasögu; er hún eingu þýðingarminni fyrir það, þótt sumar af skoðunum höf. (t. d. urn Heimskringlu) hafi reynzt ekki einhlítar. Af öðram ritgerðum i þess- um efnum mætti nefna hina ágætu ritgerð um Hænsa-Pórissögu (1871) og hina miklu ritgerð hans um Huldarsögu (1894) og ritgerðir um Ara fróða. Þess má geta, að Maurer er einn af þeim fyrstu, sem settu fram þá skoðun um aldur Eddukvæðanna, sem allur þorri manna aðhyllist nú á dögum. Afarmikla þýðingu fyrir fornnorræna bókfræði á Pýzkalandi hefur Maurer haft með því að rita um bækur og bókaútgáfur, og hefur hann ætíð gert það af lærdómi, góðvild og frábærri samvizkusemi. Eiginlega málfræðingur er Maurer ekki, og þó hefur hann skýrt afarmargt af orðum og orðatiltækjum, einkum þó lagaorð. Hollari vin i útlöndum hefur ísland aldrei átt en K. Maurer; hann var alúðarvinur Jóns Sigurðssonar og dró taum Islands i stjórnarbarátt- unni og studdi þing og þjóð af fremsta magni; allt sem hann ritaði þar um var skrifað af sama viti og þekkingu, með sömu ró og sann- leiksást, sem allt aunað, og var hann einmitt því erfiðari við að eiga; en þó Dönum þætti hann þungur i skauti, hafa þeir aldrei erft það við hann eins og við svo marga aðra, og hafa þeir sýnt honum ýmsan opinberan sóma, t. d. veitt honum riddarakrossinn. Hann hefur við hvert tæki- færi sýnt ást sína til lands vors og rækt við þjóð vora; hann hefur stutt bókmenntafjelagið á ýmsan hátt, ekki sizt með rausnarlegum fje- gjöfum hvað eptir annað. En einna minnistæðust má oss vera send- ing hans til vor á 1 ooo-árahátíð vorri. Þá sendi hann oss hið mikla og ágæta rit sitt, »ísland«, sögu íslands frá upphafi til daga þjóðveldis- ins. f*ar er saga fornaldar vorrar sögð til fullnustu svo að segja í öll- um greinum, og þarf ekki að skýra frá kostum þeirrar bókar frekara. Allt fram á siðustu daga hefur Maurer tekið þátt í öllum ísl. mál- um með sama ræktarþeli og sömu alúð, og ekki hlifzt við að láta sín- ar skoðanir í ljósi um þau. Með sömu þekking á landi vora og vana- legum skarpleik hefur hann t. d. dæmt um hið svonefnda »háskólamál«. f*að mál er fögur hugsjón, en sem stendur heldur ekki meira, og Maurer hefur þar rjett sjeð og skilið, að fyrst um sinn, meðan auð- magn landsins er ekki meira og íbúatalan ekki hærri, er háskóli á Islandi ókleyft mál, hvað sem síðar kann að verða. . Vjer íslendingar höfum lítil efni til þess að launa það, sem oss er vel gert, enda höfum vjer haft litið fram að leggja móti öllum þeim góðvilja i orði og verki, er Maurer hefur sýnt oss, en seint ætlum vjer að nafn hans muni fyrnast á Islandi. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.