Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 64
224 borinn 29. apríl 1823; þegar hanii haföi lokið skólanámi, var hann námsvistum við ýmsa háskóla, eins og flestir Pjóðverjar gera, og lagði þegar mesta stund á lögfræði og þó einkum rjettar- og laga-sögu; beygðist þar snemma krókurinn til þess, sem verða vildi, enda átti hann ekki langt að sækja lystina til þess náms. Hann lauk sjer snemma af og kvað svo mikið að, að hann hafði ekki nema fjóra um tvitugt, þeg- ar hann var skipaður auka-prófessor við háskólann í Munchen, — prófes- sor varð hann 8 árum siðar, — í þjóðverskum einkarjetti, rjettar- og ríkissögu; síðar nokkuru varð hann prófessor i »norrænni rjettarfarssögu«. Árið 1852 kom út rit hans um uppruna hins isl. þjóðveldis (þýtt á isl.: »Upphaf allsherjarrikis á Isl.« 1882), og 1855—6 hið mikla rit: »Die Bekehrung des norwegischen Stammes zum Christenthum« (Kristnun Norðmanna-ættstofnsins) i 2 þykkum bindum. I ritum þessum kom þegar i ljós bæði aðalstefna höfundarins, sú, að sökkva sjer sem mest og aðallega niður i fornsögu Norðmanna og Islendinga, og hin viðtæka þekking á öllum þeim bókum og ritum, sem hjer gátu komið til greina, og svo gjörhugul rannsókn á öllum málsatriðum; hann lætur sjer ekki nægja að taka að eins íslenzk og norræn rit til greina, heldur og yfir höfuð rit allra germanskra þjóða til samanburðar. Hann visar nákvæm- lega til allra þessara rita, og eru rit hans öll strangvisindaleg í beztu merkingu; efninu er fullkomnu safnað með mestu elju og samvizku- semi; það er rannsakað og dæmt með skarpri greind og þekkingu, að því er áreiðanlegleik þess og kosti snertir, og svo er sagan sögð þar eptir. Hjer kom og fram, að höf. rannsakar öll rjettarfarsleg málefni. Annars kemur rit hans uni kristnunina viða við, enda stendur það enn í fullu gildi, og er stórmikill fróðleikur í. Sumarið 1858 gerði Maurer sjer ferð til íslands, og kynntist þá svo vel þjóð vorri og landi, þjóðerni og þjóðarháttum, að fæstir hafa gert það jafnvel1. Hann safnaði þá ísl. þjóðsögum og gerði bók úr (Islándische Volkssagen der Gegenwart, pr. 1860); er sú bók fyrirmynd og að nokkru undirstaða safns Jóns Árnasonar, er Maurer og átti góðan hlut i, að prentað var. Árið 1858 gaf hann út Gullþórissögu, og er það sú einasta notanlega útgáfa af þeirri sögu. Annars hefur Maurer lítið gefið út, nema hina nafnkunnu skoprimu, Skíðarimu (1869). Maurer hefur annars einkum og sjerílagi stundað hin fornu lög Norðmanna og Islendinga og ritað margar og einkar rækilegar ritgerðir þar um, sem oflangt yrði upp að telja; einkurn má þó geta ritgerða hans í alvisinda- riti þeirra Erschs og Grubers og rits hans um sögu lögbóka Norður- landa; það eru fyrirlestrar, er hann hjelt í Kristjaniu (1877) og að eins prentaðir á dönsku máli (Udsigt over de nordgermanske Retskilders Historie 1878). Allt fram á síðustu stundir hefur hann ritað rneiri og minni ritgerðir; 2 hinar síðustu eru um nokkur atriði viðvikjandi lög- um í Eiglu og Eyrbyggju (sjá Eimr. II. 158—9). fað er svo sem auðvitað, að Maurer setti stundum fram skoðanir, sem allir gátu ekki samþykkzt. Landi vor, Vilhjálmur Finsen, og hann áttu í visindalegri deilu um ýms aðalatriði (tölu dómara í fjórðungsdómum o. fl.); en 1 Auk Rasks mætti sjerstaklega til þess nefna þá Rudolf Keyser ífá Norvegi og Kr. Kálund í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.