Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 32

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 32
192 nóg um. Hún sat ofboð alvarleg út í krók á milli tveggja kvenna og var að fitla við vasaklútinn sinn og kreista hann á millum fingranna. Og þegar menn beindu orðum sínurn að henni, svar- aði hún öllu eins og hún væri út á þekju. Ekkjan hans Einars lögregluþjóns var eina persónan í veizl- unni, sem virtist vekja eptirtekt hennar. Hún tók svo nákvæm- lega eptir öllum hreyfingum hennar, að mönnum fannst nóg um; og þegar ekkjan gerði eitthvað, sem ekki var í sem beztu sam- ræmi við almennar veizlureglur, sem stundum bar nú við, þá ljet hún misþóknun sina í ljósi ýmist með meðaumkvunarlegu brosi eða ásakandi augnaráði. Ekkjan hans Einars lögregluþjóns gekk semsje um beina og átti að taka við af Gunnhildi gömlu bæði í veizlulífinu og í bað- húsinu. Þegar farið var að borða og ekkjan hans Einars lögregluþjóns í hjartans einfeldni bar amtmannsfrúnni syltutau með laxinum, fannst Gunnhildi þó kasta tólfunum. Hún stóð upp og var eins og hún stæði á öndinni; hún hefði líka sjálfsagt rokið að aumingja ekkj- unni hans Einars lögregluþjóns og rifið af henni diskinn, ef Gunn- laugur hefði ekki með aðvarandi augnaráði komið henni til að halda sjer í skefjum. Hún hnje aptur niður á stólinn í öngum sínum og fór að borða flesk og rússneskar ertur. En það var auð- sjeð, að henni var þungt innanbrjósts. Það er ekki margt manna á götunni; því veðrið er slæmt og eptir því er færðin. Hinn dutlungafulli vetur hefur skvett regn- vatni yfir hin snæþöktu stræti og síðan látið það frjósa, svo það er næstum lifsháski að ganga úti. Gunnhildur gamla er samt á ferðinni. Stormurinn stendur ákaflega í hempuna hennar með ljósbláu leggingunum og hún verð- ur opt að halda sjer dauðahaldi í húsveggina til þess að detta ekki. En hún lætur það ekki aptra sjer. Hún verður að halda áfram hvað sem tautar; því hún er að bjóða í brúðkaup. Brúðkaupið hans Gunnlaugs og Sigriðar Snædal. Hún hafði nú tekið það i sig, gamla konan, að ganga sjálf með boðslistann; en það skyldi nú líka verða sá seinasti. Hún skyldi nú fara að fá hvíld eptir sinn æfilanga eril og setjast í helgan

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.