Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 5
5 landssjóðs. Kemur þetta sjálfsagt ekki af því, að bændurnir hafi ekki fullan vilja á að krækja sjer í meira, heldur miklu fremur af hinu, að þeir hafa ekki bolmagn við embættismönnum, sem eru helmingi fleiri en þeir, og verða því að láta sjer lynda það, sem hinum þóknast að skammta þeim, en heigulskapurinn á hina hliðina svo mikill hjá mörgum þeirra, að þeim verður ekki að vegi að mögla, hvað þá heldur meira. En hvað er svo veitt til hinna atvinnuflokkanna, sem engan fulltrúa eiga á þingi ? Alls ekkert, nema hvað vissara hefur þótt að friða sjómennina með því að sletta í þá fáeinum þúsundum, af því þeir eru rúmlega 7e allra landsbúa og geta því orðið hættulegir við kosningar, ef þeir beita sjer. Þar á móti er ekki borið við að veita einn eyri sjer- staklega til eflingar verzlun og iðnaði, sem þó eru harla þýðingar- miklar atvinnugreinar. Það má nú mikið vera, ef þeir verða ekki heldur fleiri en færri á Islandi, sem segja sem svo, er þeir yfirvega þetta, að þessu þurfi nauðsynlega að kippa í liðinn. Það þurfi sem allra fyrst að gera gagngerða breytingu á skipun alþingis. En þetta er hægra ort en gjört. Auðvitað er það fullkomlega á valdi kjósenda, að hafa endaskipti á því hlutfalli, sem nú er, svo að þingið yrði skip- að t. d. 24 mönnum úr bænda og borgara flokki og einum 12 embættismönnum. Að menn komist nær hinni sanngjörnustu fulltrúaskipun, er áður var bent á, ætlum vjer óþarft að gera ráð fyrir. En væri þá slík breyting æskileg eptir því sem nú er ástatt á íslandi? Vjer ætlum að mörgum muni verða fyrir, að svara þeirri spurningu með jái, en vjer svörum henni hiklaust með neii. Það væri auðvitað bezt, að enginn embættismaður sæti á þingi, og að það væri beinlínis bannað, eins og siður er í sumum þeim löndum, sem mestum þroska hafa náð i stjórnmálum, enda þurfa þeir engan fulltrúa á þingi, því stjórnin er sjálfkjörinn talsmaður þeirra. En eins og nú hagar til á íslandi, væri það fyrirkomu- lag óhafandi. Vjer álítum meira að segja, að ekki verði hjá því komizt sem stendur, án þess að horfi til stórra vandræða, að ein- mitt meiri hluti þingmanna sjeu úr embættismannaflokknum. Astæðan er sú, að í þessum flokki einum er völ á nægilega mörg- um mönnum, sem hafa svo mikla menntun og þekkingu, að þeir geti fyllt þingsætin nokkurnveginn viðunanlega. 1 hinum flokkun- um öllum eru þeir aptur svo nauða fáir, sem hafa aflað sjer svo mikillar þekkingar, að þeir sjeu færir um, að taka sjálfstæðan þátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.