Eimreiðin - 01.01.1897, Page 6
6
í löggjöf landsins, án þess að njóta aðstoðar og leiðbeiningar
embættismannanna. Þetta lætur kannske illa í eyrum sumra manna,
en satt er það samt. Það vantar ekki að nóg sje til af skynsöm-
um bændum á íslandi t. d. — kannske meira en í nokkru öðru
landi —, en þeir eru flestir líkir góðum akri, sem gæti verið
frjór, en er ófrjór, af því hann vantar góðan áburð. Náttúru-
greindin ein er ekki nægileg til þess að geta orðið góður löggjafi,
það þarf líka dálítið, og helzt meira en dálítið, af þekkingu til
þess. Sje bóndinn þekkingarlítill, mun hann, hve skynsamur sem
hann kann að vera að náttúrufari, jafnan verða töluvert ósjálf-
stæður á þingi, af því hann rekur sig svo opt á, að embættis-
mennirnir vita svo margt betur en hann, og hættir því við að
halda, að þeir viti allt betur. Afleiðingin verður þá, að hann
þorir ekki að reiða sig á sjálfan sig og sína skoðun, og lætur
svo kannske aðra leiða sig á glapstigu, þó hann einmitt sjái hið
rjetta betur en þeir. Þetta er meinið, og það mundi því koma
að litlu haldi, þótt bændum yrði fjölgað að mun á þingi, ef þeir
hefðu ekki meiri þekkingu en bændur nú almennt hafa, þvi þeir
fáu embættismenn, sem þar sætu, mundu í flestum málum ráða
lögum og lofum eins fyrir því.
Það væri því að vorri hyggju ekki hyggilegt, að gera gagn-
gerða breytingu á skipun alþingis að svo stöddu, þrátt fyrir þá
miklu annmarka, sem á henni eru. Það verður að gera annað
fyrst. Það verður að breyta stefnunni i menntámálum vorum.
Sú breyting er nú að vísu þegar hafin, en það verður að taka
dýpra í árinni, en hingað til hefur verið gert. Það verður að af-
nerna þær veiðibrellur, sem nú er beitt af hálfu hins opinbera til
þess að tæla alla hina helztu hæfileikamenn vora inn á embættis-
leiðina. Sem stendur er ekki í nokkru landi eins hægur aðgangur
að lærðri skólamenntun og á Islandi. I Danmörku verða nem-
endur i lærðum skólum að borga iooo kr. hvert skólaár fyrir hús-
næði, fæði og kennslu, og þeir, sem hafa sjerstök herbergi til
íbúðar, verða að borga enn þá meira, allt að 1400 kr. um árið.
Þeir, sem eiga heima í bæjunum, þurfa vitanlega ekki að borga
nema kennslukaupið, sem er 12—18 kr. fyrir hvern mánuð allt
árið (eins fyrir sumarmánuðina). En hvernig er þessu hagað hjer
á landi? Þannig að nemendurnir fá ókeypis kennslu og heimvist
í skólanum, ef þeir vilja, og þar á ofan í ábæti allt að 200 kr.
fyrir fæði, skæði og bækur. Þegar þeir svo eru komnir úr latínu-