Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 8
8
dómum fyrirfram. En oss vantar menntaða hæfileikamenn í allar
aðrar stöður í þjóðfjelaginu, og eigi ekki allt að fara í handaskol-
um hjá oss, verðum vjer að leggja allt kapp á að afla oss þeirra.
Vjer verðum að auka alþýðumenntun vora og einkum og sjer í
lagi gagnfræðakennsluna. Með því eina móti er von um, að vjer
eignumst nógu marga menntaða bændur, verzlunarmenn, iðnaðar-
menn og sjómenn. Og þegar sú kynslóð er vaxin upp, sem not-
ið hefur þeirrar fræðslu, þá mun oss hvorki skorta forkólfa að
framförum í atvinnuvegum vorum, nje góð þingmannsefni úr
flokki bænda og borgara. Og þá fyrst er kominn tími til að. gera
gagngerða breytingu á skipun alþingis og ryðja embættismönnun-
um burt af valdastöllunum í þingsalnum.
Og þó er þetta ekki einhlítt til þess að gera skipun alþingis
fullkomna. Það þarf jafnframt að gera aðra verulega breytingu.
Það þarf að breyta þingtímanum. Það þarf að breyta honum á
tvennan hátt: gera hann lengri og færa hann til.
Þvi hefur opt verið haldið fram í ýmsum blöðum, að alþingi
þyrfti að vera háð á hverju ári. Oss dettur sízt í hug að neita
því, að þetta gæti haft mikla þýðingu. En vjer álítum ekki, að
oss sje enn vaxinn svo fiskur um hrygg, að leggjandi sje út í
þann feykilega kostnað, sem slíkt hefði í för með sjer. Það dug-
ar ekki í því efni að spenna bogan .ofhátt í líking við aðrar efn-
aðri þjóðir. Vjer verðum að sníða oss stakk eptir vexti. Þörfin
á árlegu alþingi er heldur ekki svo brýn, að ekki verði vel hjá
því komizt. En aptur er brýn þörf á að lengja þingtímann. Það
sýnir sig á hverju einasta þingi, að menn verða að hroða málun-
um svo af, að slíkt er til óbætanlegs hnekkis fyrir löggjöf vora.
Það er ómögulegt að bera á móti þvi, að margar af lagasynjunum
stjórnarinnar eiga rót sína að rekja til hroðvirkni alþingis. Og
þó væri ósanngjarnt að kenna þinginu sjálfu um þetta, því vjer
ætlum að oss sje óhætt að fullyrða, að á alþingi Islendinga sje
unnið af meira kappi en á nokkru öðru löggjafarþingi í heimi.
Það er miklu fremur því að kenna, hve þingtíminn er naumur.
Það er meira en mennskum mönnum er ætlandi, að inna vel af
hendi á tveim mánuðum það verk, sem lagt er fyrir íslenzka al-
þingismenn. Það getur aldrei orðið annað en hálfkarað verk.
Það er því bráðnauðsynlegt að lengja þingtímann, og það má gera
án þess að kostnaðurinn við það yrði tilfinnanlegur. Það er stór-
kostlegur munur á þvi, hve rniklu minna mundi kosta að heyja