Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 11

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 11
tveggja þetta virðist vera vilji þjóðarinnar, því einmitt þessir menn hafa mest fylgi hennar, og að hún greiði þeim atkvæði sín í blindni, mun enginn vilja heyra. En þessa embættapólitík verðum vjer að álíta hina mestu skaðræðispólitik. Það sje fjarri oss að mæla á móti því, að þeir embættismenn, sem full þörf er 4 og standa viðunanlega í stöðu sinni, njóti sæmilegra launa. En vjer álítum sjálfsagt að fækka embættunum, sem mest má verða, en fjölga þeim ekki, þvi ef ætti að fara að ausa enn meira af landsfje út í embætti, en nú er gert, hvar á þá að taka fje til að bæta sam- göngur vorar og atvinnuvegi? Og þetta tvennt ríður oss þó á mestu. Meðan svo er ástatt hjá oss, að rúmlega þrítugasti hver maður á landinu er sveitlægur þurfamaður (sbr. bls. 2), þá er á einhverju meiri þörf en fleirum embættum. Þá er meiri þörf á, að verja sem mestu af fje voru til þess að bæta atvinnuvegina, svo menn hafi eitthvað ofan í sig, »því það eru ótrúleg ódæma hljóð, sem eru í hungruðum manni« (p. E.: "pyrnar bls. 60). Oss virð- ist því vert að athuga, hverjir það eru, sem halda hæst fánanum og ráða stefnunni, í embættapólitíkinni, og reyndist það svo, að það væri einkum einn sjerstakur flokkur, meðal embættismannanna, þá virðist full þörf á, að gera nú þegar þá breyting á skipun þings- ins, að láta þann flokk verða þar svo fáliðaðan, að útsjeð væri um, að hann gæti ráðið þar lögum og lofum. A alþingi eiga fjórir flokkar embættismanna sæti: kennarar, læknar, prestar og lögfræðingar. Af þessum flokkum eru tveir hinir fyrstnefndu svo fáliðaðir, að af þeim getur engin hætta verið búin. Þá eru prestarnir. Þeir eru fjölmennasti embættisflokkur- á þingi, og það hlýtur að vera þess vegna, að ýms blöð hafa viljað amast við þeim. En þetta er að vorri hyggju ekki rjett, því þeir hafa enga ástæðu gefið til þess. Alls staðar annars staðar mundi það ekki hollt að hafa svo marga presta á þingi. En íslenzku prestarnir eru töluvert ólíkir öllum öðrum prestum, sem vjer þekkj- um til. Þeir eru stórum betri. Það er nú hvorttveggja að þeim er nokkuð um hönd að seilast í landssjóðinn, enda verður ekki með sanni sagt, að þeir hafi gert það meira en góðu hófi gegnir. Þeir hefðu sjálfsagf getað gert það betur, ef þeir hefðu viljað beita sjer. En þeir hafa jafnaðarlega komið fram á þingi fremur sem menntaðir bændur, en sem embættismenn, enda er það eðlileg af- leiðing af því, að allur hagur þeirra er svo mjög samgróinn hag bændanna. Vjer álítum því vafasamt, hvort vjer eigum sem stend-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.