Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 12

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 12
12 ur völ á nokkrum þingmönnum, sem sjeu yfirleitt hollari þjóð vorri en prestarnir. Þessi dómur mundi þykja kynjum sæta í út- löndum, en það verður nú að segja hverja sögu sem hún gengur. Þá er síðasti flokkurinn: lögfræðingarnir, sem nú er annar fjölmennasti embættismannaflokkurinn á þingi. Um þá verður ekki sagt það sama og urn prestana. Það hefur drjúgum rneira borið á embættismanninum hjá þeim. Þeir hafa jafnan ráðið mestu á þingi og gera það enn. Og þeir hafa heldur ekki orðið af- skipta, þegar þingið hefur verið að úthluta landssjóðnum. Þetta kom fljótt í ljós, er vjer höfðunr fengið löggjafarvald, því eitt af því helzta, sem hið fyrsta löggefandi alþingi ljet sjer verða að vegi að gera landinu til framfara, var að ákveða þeim rífleg laun úr landssjóði. Og þeir hafa aldrei setið sig úr færi síðan, hvorki með launahækkun nje stofnun nýrra embætta, þótt minna hafi orðið úr þeim, en þeir hafa óskað. Og nú er svo komið, að þótt þeir hafi mjög miklar aukatekjur (tolltekjur o. fl.), þá gengur rúm- lega Vs af öllum tekjum landsins til þeirra einna. Og þó var það á einu af hinum síðustu þingum álitið bráðnauðsynlegt að sam- þykkja ný lög um hækkun á aukatekjum þeirra. En þeir eru ekki ánægðir fyrir því. Þeir heimta allt af fleiri og fleiri em- bætti handa sjer. Því þess verða menn vel að gæta, að hjer um bil öll þau nýju embætti, sem embættapólitíkin berst öflugast fyrir, eru ætluð lögfræðingum. Það eru fleiri dómarar, lögfræðiskennar- ar o. s. frv., sem menn heimta fremst af öllu. Það eru líka einmitt lögfræðingarnir1, sem eru pottur og panna í allri vorri embætta- pólitík. Þeir halda glymjandi frelsisræður fyrir þjóðinni um hve nauðsynlegt sje að fá fleiri embætti, þótt orðunum sje hagað á aðra leið, svo menn bíti betur á agnið. Og aðrir sigla svo aptur í kjölfar þeirra og margtyggja þetta svo upp, að þjóðin glæpist á að trúa á allan þennan fagurgala. Þessi embættapólitík fer að verða svo mikil plága, að full þörf er á, að vara menn alvarlega við henni, því sigri hún i bráð, þá mun það sannast, að hún verður sú mara, sem ríður þjóðinni svo á slig, að hún bíður þess ekki lengi bætur. Vjer álítum þvi nauðsynlegt, að gera eitthvað til þess að hnekkja þessari pólitík, og bezta ráðið til þess, er að fækka lögfræðingunum á þingi. Annars skulum vjer seinna minn- 1 Vjer verðum í þessari grein að taka alla lögfræðinga i einu númeri, þó það sje ekki alls kostar rjettlátt gagnvart sumum þeirra að ýmsu leyti.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.