Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 15
!5 Svo leið steypan hjá; það lægði svo litla vitund; það fór að sjást greiðara fram á sjóinn. Sortanum ýtti hægt og hægt frá landi — fram á sjóinn. Hún gekk út og leit norður og vestur til fjalianna; þar var heiðríkt í hálopti, og heiðríkjan björt og fögur — jafnvel ofljós til þess að geta boðað neitt gott. Enn þar á bakvið gekk upp aptur annan bakkann, kolsvartan og stuggvænlegan; teygði hann svartgráar klærnar upp í heiðríkjuna, eins og honum væri í mun að hylja hana sem fyrst. Gulbleikir sólargeislar stöfuðu fram á milli klakkanna, og brotnuðu í úrkomuþrungnu loptinu, og skutust yfir í hinn illviðrisbakkann, og þar köfnuðu þeir — svo skall bakkinn yfir aptur. Hún stóð, utan og vestan við bæjarhornið. Stormurinn lamdi pilsunum hennar um fæturnar á henni, en það var eins og hún yrði ekki vör við það. Svo herti veðrið aptur; rigningunni jós niður, eins stórdropótt eins og vant er að vera í útsynningi, og lamdi dropunum framan i hana. »Farið þið inn, krakkar,« sagði hún eins og út í hött, »það er ekki veður fyrir ykkur úti núna — og guð hjálpi þeim, sem nú eru á sjó« — hún leit hálfflóttalega út í gráhvíta, grængolandi sjávariðuna, svo upp i loptið, þar sem hrakviðrisflókana rak á fluga- ferð yfir bæinn; svo gekk hún inn, og rak börnin á undan sjer. Hún var að stríða við kvöldbúverkin, ein heima, með börn- unum; fólkið var við heyvinnu langt inni á flóum, og það var ekki von á því heim fyrri en um náttmál, — nema þá að það kynni að koma heim fyrri vegna óveðursins? En hugurinn var ekki við búverkin; hann var úti, langt úti á sjó, fyrir utan Náttmálahnúkinn, þar sem bátur með ástvinum hennar var að berjast við hvassviðrið og sjóinn — og við sterk- ustu höfuðskepnuna í heiminum: við dauðann. Hún útmálaði fyrir sjálfri sjer alla þá hörmung, sem þeir mundu verða að þola. Hún starði inn í eldsglóðina undir flóunar- pottinum, þar sem logarnir seinustu vóru alltaf að fæðast og deyja, og Ijeku bláleitir og gulleitir um taðflögubrotin, nær útbrunnin. Hún hugsaði reyndar lítið, eða helzt ekki neitt. Hugsunin var orðin magnþrota af kvíða og hræðslu — einhverjum óttalegum geig, einhverri frámunalegri hrellingu, sem henni fannst steðja að sjer úr einhverju myrkraskoti úr bænum. Eldslogarnir á fölskv-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.