Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 17
17
Hún hrökk upp löðrandi sveitt -— stórviðrið ólmaðist á baðstof-
unni eins og þakið væri lamið ótt og titt, með blautu skinni, og
það hrikti í rjáfrinu. Svo sló öllu niður sem snöggvast. Svo
hvein aptur hvassviðrið yfir, en hægra og þunglamalegra, hvín-
andi eins og sorgardjúp stuna, langt sótt ofan í náttúrunnar
brjóst. Svo heyrðist henni eins og það væri gengið um bæinn —
eins og það kæmi skuggi á gluggann, likt og einhver grúfði sig
niður að honum, — henni fannst hún heyra svo þungt andvarp
úti fyrir, eins og helstunu deyjanda manns — — hún þaut upp
úr rúminu og út í gluggann; skugginn hvarf — stormurinn og
lamviðrið lamdi á glerinu, enn þá stórgerðara en áður.
Henni var þungt, svo þungt fyrir hjarta, eins og hörmung
heillar mannsæfi lægi ofan á henni, og kreysti sarnan brjóstið;
hún var nú orðin sannfærð um, að þeir feðgar væri drukknaðir,
og lægi kaldir á mararbotni.
Hún sofnaði ekki það sem eptir var næturinnar. Hugsunin
um þetta, þenna rnissi, sem hún átti vísan, um einstæðingsskap
sinn og barnanna hennar ungu, stóð henni fyrir hugskotssjónum
eins og óaleg framtíð, sem ekki væri hægt að grylla fram úr. Hún
vissi það vel, hver mundi verða sjer erfiðastur.
— Urn morguninn var veðrið orðið vægt; það var að eins
þjettingsgola, regnbólstrarnir vóru horfnir. Náttmálahnúkurinn og
Lambárdrögin vóru hvítgrá; það hafði snjóað þar um nóttina.
Það var fyrsta fjallagráðið það sumar.
Fólkið fór inn á flóa um morguninn, til þess að halda áfram
við að koma heyinu úr forinni. Að eins ein stúlka var eptir heima
hjá Helgu. Hún gat einhvernveginn ekki fengið af sjer að vera
ein heima, hvaða frjettir sem koma kynnu.
Hún átti reyndar ekki von á nema einum frjettum, — og þær
vissi hún þegar fyrir.
Undir hádegisbilið komu þrír menn ríðandi utan veg; tveir
þeirra stefndu heim að hjáleigunni við túnfótinn, en einn þeirra
stefndi heim.
Það var presturinn.
Helga var úti; hún vissi i hverjum erindum hann mundi vera
kominn.
Hann heilsaði henni með döpru bragði; hún tók kveðju hans,
og bauð honum inn.
Þau gengu til stofu.
2