Eimreiðin - 01.01.1897, Page 18
i8
Presturinn fór að ympra á því, að hann kæmi hingað sem
sorgarinnar sendiboði, og væri það þung ganga fyrir sig að vera
á ferð i slíkum erindum.
*Þjer þurfið ekki að hafa mörg orð, prestur minn,« svaraði
Helga rólega, jeg veit þjer færið mjer fregnina um að þeir sje
drukknaðir feðgarnir hjerna.«
Prestur kvað það satt vera, og var auðsjeð, að hann var feg-
inn, að þetta sorgarerindi gekk svo greiðlega. Svo gat hann þess,
að þeir hjáleigubændurnir hefðu komizt af, og mundu þeir koma
heim, og greina nánara frá atvikum, er þeir hefðu heilsað heima
hjá sjer.
Þau töluðu litla stund saman, þangað til riðið var í hlaðið;
vóru það þeir Þorsteinn og Halldór, hjáleigubændurnir.
Helga gekk út á móti þeim, og bauð þeim að setjast inn.
Hestarnir fóru út á túnið og fóru að narzla.
Rjett i þessu kom stúlkan að innan með kaffi handa gestunum.
Þegar það var búið, tók hún þá tali.
Þorsteinn varð fyrir svörum. Hann var vanur því, þegar svo
stóð á. Halldór gaf að eins orð og orð í.
»Jú,« sagði hann og ræskti sig og spýtti, »þetta var ekki veð-
ur, sem hann rauk á með eptir miðjan daginn, eða öllu heldur
úr nóninu.«
»Já, úr nóninu var það« skaut Halldór inn í.
»Við fórum úr kaupstaðnum svo sem jöfnu báðu, dagmála og
hádegis, og höfðum ekki annað í bátnum enn kúfortið, sem hann
Jón sálugi var með, og tvær kornmatartunnur; við Halldór áttum
sina kornhálftunnuna hvor, sem hann hjálpaði okkur um inn frá,
svo sem fyrir ferðina —.«
»Svo sem fyrir það við fórum með honum« bætti Halldór
inni í »en hina átti hann vist sjálfur. »Svo rorum við út með,
þangað til hann fór að kalda; þá settum við upp segl, og sigld-
um, þangað til við vórum komnir út fyrir Flúðir, og vórum að
beygja inn með aptur. Þá rauk hann á nokkuð svo á þvervestan,
en þó gátum við haldið okkur nokkuð inn eptir, en æði illa gekk
það þó samt. Þar feldum við seglið að mestu leyti, framan við
Beinárhyrnuna, því þar fór hann að verða svo djeskoti byljóttur,
og fórum að reyna að róa, og pössuðum okkur að vera sem næst
landi. Jón sálugi passaði seglið, það lítið sem það varð notað,
Bjarni stýrði, en við reyndum að róa, og svona börðum við inn