Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 19

Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 19
19 hjá Smalastapa, því að þar fyrir utan er hvergi hægt að lenda, eins og þið vitið —« »Hvergi nokkursstaðar« bætti Halldór inn í. ^Þar varð hann eins og lifandis ögn vægri, og stóð á útnorð- an, svo að Jón gaf ögn eptir um horn á seglinu, sem aldrei skyldi verið hafa, og svo ætluðum við okkur ögn að sigla inn með. En rjett þegar við vórurn að komast fyrir Stapann, og vórum svo sem tíu faðma frá landi, þá kom hann alveg eins og byssuskot fyrir Stap- ann, fram úr skarðinu utan við Náttmálahnúkinn, skoðið þið til, skall í öfugt seglið, og masturskömmin, eins og það var nú líka, rifið og ljelegt, brotnaði rjett ofan við þóptuna, og kom ofan á Bjarna. Bátnurn hálfhvolfdi, en Bjarni hljóðaði við og hrökk útbyrðis. Eg held mastrið hafi komið í höfuðið á honurn. Við sáum rjett að eins að hann fálmaði i sjónum, og svo sökk hann. Það var hátt í bátnum, svo að við fórum að ausa, en Jón fór að reyna að losa mastrið, en bátinn rak ögn inn eptir og nær landi; en þá kom annar bylurinn álíka á norðvestan, hljóp í seglið, og hratt bátnum inn eptir, svo að við fórum að halda, að það væri ekki al- deilis ómögulegt, að hann ræki okkur inn í Smalavíkina, en rjett í því rakst báturinn á einn boðann þar og hvolfdi. Svo sáum við ekki Jón framar; hann hefur víst lent undir bátnum, þegar hon- um hvolfdi, þvi að hann var að reyna að losa mastrið. Svo lægði ögn — eins og vant er, þegar svo stendur á; við löfðum í bátnum, en svo skoluðumst við einhvernveginn þar upp í víkina; þetta var víst um miðaptansleytið í gærkveldi, eða heldur seinna. Kúfortið flæktist í land og við björguðum þvi, en báturinn hrakt- ist frá aptur, og öllu töpuðum við; það var ekki lítill skaði fyrir okkur; bara kúfortið náðist.« »En skyldi þá ekki hafa rekið?« »Við vórum nú heldur þrekaðir, en fórum þó heim að Stapa í gærkveldi, og sögðum prestinum frá, og vórum þar í nótt. I morgun var Jón rekinn rjett innan við Stapann, og var lítið skadd- aður, nema lítið eitt aptan á höfðinu, — svolítið. Bjarna sáum við ekki, en brotin úr bátnurn fundum við inn með Náttmála- hnúknum, sunnan við Tvílækina.« »En ekkert af kornmatnum« bætti Halldór við. »Og það var ekki að búast við því« sagði Þorsteinn, »það hefir síður en ekki verið gróðaferð þetta fyrir okkur, missa eina þrjá eða tjóra daga frá vinnu, og svo hitt í tilbót.« 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.