Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 23
ekki heim að Hamravík; þar settist hann niður, og bað þá gera
ið sama.
Hann tók tóbaksdósir allstórar upp úr kápuvasa sínum, og
opnaði þær. I dósunum var tvöfalt lag af munntóbaki, og hvert
lag þrílagt; hann beit sjer væna tölu, og bauð þeirn síðan að fá
sjer tölu líka.
Þeir þáðu það, og bitu vel í; þessi tuggan var þó gefins.
Svo ljet hann þá segja sjer öll atvik að því, hvernig það hefði
borið til, þegar báturinn fórst.
Þeir sögðu frá því eins og daginn áður, og var Þorsteinn
mest fyrir sögunni eins og þá. Halldór að eins bætti inn í, gerði
útskýringar og staðfesti.
»En eruð þið nú vissir um að Bjarni hafi drukknað fyrri«
spurði Þorkell hálfísmeygilega, »þetta hefir nú gerzt allt i skjótri
svipan, og þá er nú ekki alltjend svo gott að vita svo áreiðanlega
vissu sína um allt, sem til vill, og það þó að maður sje sjálfur
við, skal eg segja ykkur.«
»Jú, það var vist« svaraði Þorsteinn ídræmt, »það stóð á æði
stund, frá því að Bjarni hvarf okkur alveg, og þangað til hvolfdi.«
»Já, þó æði stund« sagði Halldór, »og Jón drukknaði ekki
fyrri en það hvolfdi. Hann var alltaf að reyna til að losa mastr-
ið þangað til.«
»Og þið þyrðuð að sverja það?«
»Það er áreiðanlegt, — jú, en það kemur nú ekki til þess
líklega.«
»Jæja við geturn nú látið það bíða •— en eruð þið þá svo
vissir um það« og Þorkell brýndi röddina ögn við, »að þið þorið
að sverja það? Vissuð þið upp á hár, hvenær Bjarni dó í sjón-
um ?«
»Ja, hann drukknaði fyrri, eða að minnsta kosti sökk hann
rjett strax.«
»Honum kann nú að hafa skotið upp aptur — en það er nú
ekki til neins að þrátta um það.
»Nei, það getum við ekkert sagt um« sagði Halldór dræmt.
»Áttuð þið ekki eitthvað í bátnum, sem þið misstuð? spurði
svo Þorkell í breyttum róm.
»Það kann nú að vera« svaraði Þorsteinn hálfaumingjalega,
»við áttum sina matarhálftunnuna hvor, og skjóðu með einum