Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 27
27 sína byrði á bakinu, — og komust svo af til næsta dags. Þá var úttektin sótt. Presturinn skrifaði sýslumanni, og tilkynnti honurn látin. Þorkell skrifaði honum einnig tilkynningu um slys þetta, og það með nánari atvikum, og sendi gagngert með brjefið til hans. Með sendimanninum fjekk hann aptur brjef frá sýslumanni. Með þvi brjefi var hann settur hreppstjóri til bráðabirgða. Leið svo fram vikan, að ekki bar til tíðinda. V. Greptrunardagur þeirra feðga var á laugardag. Veður var gott, en grátt lopt og gráð á háfjöllum. Það var kominn haustblær á tiðina, enda vóru göngurnar í næstu viku. Fólkið dreif heim á kirkjustaðinn. Jón hafði verið í miklum metum í sveitinni, og Bjarni vellátinn, þótt ungur væri; svo tóku mjög margir þátt í þessari miklu sorg, sem Helga hafði orðið fyrir. Fyrir allt þetta var jarðarförin mjög fjölmenn. Hjáleigubændurnir vóru líka með. Þorsteinn var grafarmað- ur; Halldór hafði ekki verið fáanlegur til þess. Hann hafði verið hálfgert undarlegur og utan við sig þessa viku. Hvenær sem þetta slys bar í tal, þar sem hann var viðstaddur, eða hann var spurð- ur eitthvað út í það, gegndi hann litlu, svaraði út í hött, og gekk burtu, ef hann gat. »Og jæja, hann er enginn þrekmaður, hann er ekki búinn að ná sjer eptir það« sagði fólkið, og sárkenndi í brjósti um hann. Og hann var lika brjóstumkennanlegur; það gat aldrei farið úr huga hans, þetta sem hann hafði lofað Þorkeli um morgun- inn. Honum var það ofboðsvel ljóst, að hann átti að ljúga í prófinu, sem haldið yrði — og Þorkell græddi víst eitthvað á því, fyrst hann væri að kaupa þá til að ljúga. Hann var opt orðinn fastráðinn í því að segja satt, en þá kom Þorsteinn æfinlega, til þess að stappa í hann stálinu. Hann sýndi honum þá fram á, að þetta væri ekki að ljúga, — nei, langt frá — heldur bara að víkja ögn við — það væri alveg meinlaust; hann væri víst ekki sá heig- ull að fara að jeta ofan í sig aptur, það sem hann væri búinn að lofa; hann skyldi líka sjá um það, að hann fengi að borga aptur þetta tíu króna virði, sem hann hefði fengið í Vjegeirsvík, ef hann færi að hringla í þessu aptur; það væri heldur ekki við lambið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.