Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 31

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 31
3i var teningunum kastað — og Þorkell hafði nú tólfin, en hann ekki nema ás og daus. »Nú, jæja, það verður þá að láta reka á reiðanum úr þessu og manna sig upp, það dugir ekki þessi aum- ingjaskapur,« hugsaði Halldór og teygði úr sjer, er hann fór af baki heima hjá sjer, sleppti klárnum, borðaði úr skálinni sinni með beztu lyst og fór að sofa. VI. Það fór engan veginn lágt, þegar frá leið, með það, hvað bar á milli um dauðdaga þeirra feðga. Þeir sem vóru vinir Helgu, og þeir vóru margir, og þar á meðal presturinn, vóru fulltrúa um það, að fyrsta sagan, sem þeir Þorsteinn höfðu sagt fyrsta daginn, væri sönn, og Bjarni hefði drukknað fyrri, en aðrir hjeldu sjer til frá- sagna Þorkels, og síðari frásagna hjáleigubændanna um þetta. Barst orðasveimur þessi til eyrna sýslumanns — og annara málsmetandi manna, og þótti þetta allt undarlegt. Hvíslingar og getgátur vóru allmiklar í sveitinni um heimreið Þorkels til þeirra Þorsteins, ferð þeirra inn að Vjegeirsvík daginn eptir, og um það, að Halldór væri ekki samur maður og áður, og fóru margar furðu nærri þvi sanna. En fáir þorðu að hafa það i hámælum, því að Þorkell var nú ríkastur maður í hjeraði, síðan Jón hreppstjóri var fallinn frá, og líklegastur til mannaforráða. Leið svo fram nokkur tími. Laugardaginn í 23. viku sumars var þingað í máli þessu. Atti þá að komast fyrrir hið sanna. Til þess að firra dánarbúin óþarfa kostnaði, hafði þeim Þorkeli og sýslumanni komið saman um, að próf um þetta færi fram heima á skrifstofu hans, enda var það lítill ómaksauki hlutaðeigendum, af því að flestir vóru i kaup- staðarferðum um þær mundir. Þorkell kom á stórum báti með þá hjáleigubændurna með sjer. Var ekki öðrum stefnt, því ekki vóru aðrir vottar að slys- för þessari. En svo komu þau presturinn og Helga, og höfðu með sjer fjóra eða fimm bændur, sem þeir Þorsteinn höfðu sagt söguna fyrsta daginn á sama hátt, eins og þeir sögðu hana prest- inum og Helgu. Þeir komu fram sem frjálsir vottar í máli þessu. Þorkell lagði þeim mjög mál í munn, og bað þá þess lengstra orða að verða ekki tvísaga. Þorsteinn var hinn kátasti, og hjelt hann væri farinn að muna hana söguna þá arna, hann væri ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.