Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 38

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 38
 Helga varð fjelítil; allstór bankaskuld hvíldi á búi Jóns sáluga, sem þegar þurfti að borga. Hún kaus prestinn til að vera fyrir sína hönd við skiptin; en presturinn var ekki eins sjeður maður og Þorkell, svo að hann hafði fátt fram af því, sem hann reyndi til, til þess að halda fram ekkjunnar hlut. En er það ekki svo opt vant að ganga svo? Þorkell náði Hamravíkinni um vorið, en útvegaði Helgu kot við hennar hæfi að stærð, að hann sagði, þar inni á ströndinni VII. En sá, sem slapp verst út úr þessu öllu saman, var Halldór í hjáleigunni. Þorsteinn tók á móti því, sem eptir stóð af kaup- inu góða fyrir hann; svo fóru þeir heim með Þorkeli daginn eptir. Þorsteinn var hinn kátasti, og þóttist vel hafa veitt, enda hafði hann fengið einhverja lítilræðis aukaþóknun fyrir að halda Halldóri föstum i rásinni. Halldór talaði ekki orð frá munni. Svo kom hann heim, og var nokkrar nætur heima; hann fór einförum, og talaði ekki orð frá munni. Hann tók ekki á heilum sjer; hann fann að hann var nú meinsærismaður, bölvaður fyrir guði og mönnum. Hann fann það, að hann var nú búinn að »drepa sálina,« eins og karlinn hafði slett í hann. Þorsteinn sneiddi heldur hjá honum; honum fannst eins og Halldór minnti sig á eitthvað svipað eins og vonda samvizku, þegar hann var að væflast innan um bæinn og fyrir Þorsteini, með þungum svip og flóttalegu augnaráði. En svo herti hann sig upp einn daginn, þegar hann mætti Halldóri milli húsa og bæjar og sagði: »Þú þarft að fara að hrista af þjer, lagsmaður; ertu alltaf að hugsa um hann, eiðskömmina þá arna?« Halldór þandi á hann augun, myrk og bitur, þagði ögn við og sagði: »Það kvelur mig alltaf, að eg er búinn að drepa sálu mína.« »Drepa sálina!! hvaða vitleysu ertu að fara með!« »Já, eg fer til helvítis.« »Og nei, vertu óhræddur, það er ekkert helvíti til.« Halldór gegndi engu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.