Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 49

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 49
49 Tindagnípur Gimlés stranda Glýjaðar sömu rósaskýjum. Þó hefur brekkan stórum stækkað, Stríð eg finn og sáran kvíða, Hversu lítið gat eg og gætir Gjörða minna hjer á jörðu. Þess er von, eg sá um seinan Sannleik þann, sem er lífið manna, Það er sigur sjálfs og huga Sinn frá blekking læra að hnekkja. Taktu, gríptu himininn heima, Hlauptu ei brott frá lögum drottins; Hjer þú hittir heiminn rjetta, Hættu að sníkja á draumaríkin. Tvennar sveitir sje eg státa, Sannlega báðar valtar í ráði; Onnur hlær að heimsku manna Hæðum frá og lýði smáir; Hin má lúta lágt og strita, Láta flá sig drottna háa; Þó, ef fjöldinn vex til valda, Verri fá menn sjaldan herra. Heiminn trúi’ eg hleypidómar Hryggilega enn þá byggi; Heili vor (eða heldur sálin) Hlýtur að erfð með kostum lýti. Þóttú sannir sumum mönnum: Sex og tveir eru átta’, ei meira, Sex eg tveir? — það er svikaskýring, Svara þeir, það er einum fleira. Heimskan enn er hjáguð manna, Höfuðprestur, er lúta flestir, Lagaboð sín lifanda guði Lánar enn, þó hætti brennum; Leysir knúta lífsins gátu, 4

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.