Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 53

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 53
53 Lundin frjáls og lífsins yndi Landið blessi sigróanda! Hringsjá min er hulin drunga. — Huggaðu mig og prýddu glugga, Arnarfell, svo ofin gulli Eygi’ eg lönd á Sólarströndum! — Myrkur hylja himinhvolfin, Hálfar sofa veraldar álfur; »Tólf« mjer dynur tímans elfa: Tali hættum, bróðir, vale! Matth. Jochumsson. Frá Vesturheimi. Kæra EIMREIÐ! Úr því að svo bar til, að ritstjóri þinn brá sjer til Vesturheims síðastliðið sumar, mun þjer ekki þykja ósanngjarnt, að ætlast til þess, að hann segi þjer dálitla ferðasögu. Það er meira en velkomið, að jeg reyni það, en þú verður þá lika að fyrirgefa, þó hún verði bæði stutt og nokkuð í molum. Ber margt til þess. Fyrst og fremst getur þú nú ekki við miklu tekið af einu tagi, ef þú átt ekki að verða allt of einhliða, og í annan stað hef jeg í mörg horn að líta, og tíminn því mjög af skornum skammti til þess að semja ferðasögu, svo í nokkru lagi sje. Par við bætist og, að jeg hafði svo hraða ferð um það svæði, sem jeg einmitt hefði helzt viljað segja eitthvað frá, að jeg gat ekki kynnt mjer neitt til hlitar, og því síður ritað neitt hjá mjer, svo að allt verður að byggjast á rninni En hvað um það, jeg skal gera þjer úr- lausn, en þú verður að taka viljann fyrir verkið. »Hátíð er til heilla bezt«, sögðum við Þorsteinn Erlingsson sam- ferðamaður minn, er við hleyptum eimfáknum úr hlaði. Pað, var á þriðja i bvitasunnu, að kveldi hins 26. mai (kl. 7,50). Rann eimlestin sem leið lá suður Sjálandsgrundir til Krosseyrar, en þar stigum við á skipsfjöl og hjeldum sjóleiðis til Kílar. Par tók við önnur eimlest, er flutti okkur til Hamborgar, og komum við þangað að morgni þess 27. (kl. 93/4). Uppgötvuðum við þá, að með sömu lestinni kom þangað Ólafur Benediktsson (sýslumanns Sveinssonar), en fyrir vóru þar á járn- brautarstöðinni, til þess að taka á móti okkur, Björn kaupmaður Krist-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.