Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 57

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 57
57 fje og tíma í að rannsaka þessar fornleifar og ritað um þær margar bækur. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að þær stöfuðu frá Vínlands- förunum fornu (o: Islendingum) um árið iooo, og að hjer væri sá staður, sem þeir kölluðu í Hópi. Fal hann dóttur sinni á deyjanda degi að halda áfram rannsóknum sínum, og hefur hún síðan unnið að þeini með miklum dugnaði og þreki. Hefur hún numið islenzku, til þess að geta kynnt sjer sögurnar og önnut islenzk rit á frummálinu, og varið miklu fje til ýmis konar rannsókna. Hefur hún jafnvel látið rannsaka rústir á Islandi, til þess að hafa þær til samanburðar. Nokkrar af forn- rústum þessum í Cambridge rannsökuðum við Þorsteinn með grepti, og tóku þátt í þeirri rannsókn, auk Miss Horsford sjálfrar, nokkrir ameriskir fræðimenn. Fundum við þar að minnsta kosti eitt hús, grafið inn í brekku, sem að allri gerð var mjög líkt íslenzkum húsum, Veggirnir byggðir úr grjóti og torfi, en múrsteinabrot og leirkera, sem þar fundust, virtust þó fremur benda á, að það mundi stafa frá hinum fyrstu land- námsmönnum eptir daga Kólumbusar, enda vantar sannanir fyrir þvi, að svo geti ekki verið, þótt sumir ameriskir fræðimenn sje á gagnstæðri skoðun um það. Landslagið um þessar slóðir er að öllu mjög likt því, sem lýst er í Vínlandssögu, en þó vantar þar fjöll þau, sem sagt er, að sæjust úr Hópi. Okkur Porsteini hefði náttúrlega ekkert getað verið kærara, en ef við hefðum getað fundið öruggar sannanir fyrir því, að byggð Vínlandsfara hefði verið hjer, en það átti nú ekki að auðnast okkur, hvað sem öðrum kann að takast síðar. Að segja nokkuð frekar frá Boston og Cambridge, veru okkar þar og rannsóknum, mundi verða oflangt mál, og kýs jeg því heldur að halda áfram norður og vestur á bóginn. I Cambridge skildum við Porsteinn. Hjelt Itann þaðan hinn 12. júlí til Chicago, áleiðis til Winnipeg, en jeg fór þann 17. til Maine, nyrzta fylkis Bandaríkjanna, til þess að heimsækja ættfólk vinar mins heitins, Arthur M. Reeves (sem ritaði hina merku bók »The Finding of Wine- land the Good« og unni mjög öllum islenzkum fræðum), er um þær mundir bjó þar á baðvistarstað, þar sem heitir York Harbour. Var þar móðir Reeves og systir hans, sem er gipt Mr. Foulke, fyrverandi þing- manni i öldungadeildinni í Indiana og miklum atkvæðamanni. Eiga þau hjón 4 dætur og eru 3 af þeim upp kornnar. Var mjer þar tekið með hinum mestu virtum og dvaldi jeg þar 2 nætur. Fykist jeg ekki annars staðar hafa fyrir hitt jafnelskulegt fólk og skemmtilegt, allt samvalið. Fótti mjer og merkilegt að heyra, hve kunnugt það var íslenzkum hátt- um og bókmenntum og bar rjett fram öll íslenzk nöfn. Fað er auðsjeð, að Reeves sálugi hefur ekki einungis sjálfur unnað íslandi (sem hann var vanur að kalla annað föðurland sitt), heldur líka innrætt öðrum það sama. Þvi ljet og móðir hans senda sjer íslenzkan stein með rúnaletri frá Islandi, til þess að setja á leiði hans i Richmond, og var það mjög vel til fallið. Elzta dóttir Mr. Foulke, sem er háskólakandidat, ætlar að framhalda íslenzkunámi móðurbróður síns, og var mjer falið að útvega íslenzka stúlku, til þess að leiðbeina henni og æfa hana í að tala málið. Utvegaði jeg henni hálfsvstur mina, Guðrúnu, frá Manitoba, og hefur hún í vetur (1896—7) verið á heimili hennar i Richmond, til þess að kenna henni íslenzku. Hef jeg nú, er þetta er skrifað (í janúar 1897),

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.