Eimreiðin - 01.01.1897, Page 58
58
nýlega fengið brjef frá Miss Foulke á islenzku, og má af þvi sjá, að
hún hefur lagt alúð við námið. I sumar hefur hún i hyggju að ferðast
heim til Islands.
Frá York Harbour fór jeg þann 19. júlí síðdegis og kom til Montreal
næsta morgun kl. Stóð jeg þar við tæpar 2 klukkustundir og hjelt
svo áleiðis til Winnipeg. Fór jeg eins og lög gera ráð fyrir með eim-
lest Kyrrahafsbrautarinnar (The Canadian Pacific Railway, í daglega tali
kölluð CPR, frb. Sipiar). Sú braut liggur frá hafi tií hafs yfir jbvera
Ameríku og er eitt af hinum mestu stórvirkjum heimsins. Var þar í
mikið ráðizt, er sú braut var ger, þvi hún liggur víða gegn um fjöll,
kletta og klungur, o<^ var því kostnaðurinn ógurlegur— 1O0 miljónir
dollara (= 370 milj. kr.) segir amerískt timarit eitt, sem jeg hef i
höndum, og lagði stjórn Kanada fram sem styrk til hennar 23 milj.
dollara í peningum og 25 milj. ekra (acres) af landi fram með braut-
inni. fegar brautin var lögð, var ekki gott útlit fyrir að hún fengi
mikið að starfa, þvi hún lá mestmegnis gegn um óbyggðir. Fin önnur
hefur orðið raunin á. Jafnótt og brautin lengdist og tók til starfa, var
eins og flutningsmagnið sprytti upp úr jörðunni með einhverjum óskiljan-
legum töfrakrapti. Löndin tóku óðum að byggjast, og þó brautin sje
tæpra 15 ára gömul (reyndar fyrst fullger 1886), þá er nú svo komið,
að fram með henni allri er risin upp heil röð af borgum, bæjum, þorp-
um og býlum, sem veita henni nóg að flytja og nógar tekjur. Peir
menn, sem í þetta fyrirtæki rjeðust, vóru svo skynsamir, að þeir sáu,
að járnbrautin mundi skapa flutningsmagnið, og hún yrði þvi að koma
fyrst.—Betur að menn væru jafnglöggskyggnir á Islandi!
Winnipeg liggur hjer urn bil miðja vega milli Kyrrahafs og Atlants-
hafs, og er leiðin þangað frá Montreal að mörgu leyti skemmtileg yfir-
ferðar, einkum fram með Efravatni (Lake Superior). Pó kveður mest að
náttúrufegurðinni á vesturhlut brautarinnar, nær Kyrrahafinu. Væri ekki
vagnarnir eins vel út búnir, eins og þeir eru, væri það náttúrlega samt
mjög þreytandi, að ferðast svo langa leið, marga daga samfleytt. En þar
er sjeð fyrir flestu, er að þægindum lýtur. Vagnarnir eru þrenns konar.
Beztir eru svefnvagnarnir, sem svara til 1. vagnrýmis á járnbrautum hjer
í Danmörku, og á daginn eru mjög líkt út búnir. En það skilur, að á
nóttunni má breyta legubekkjunum i regluleg rúm, þar sem menn geta
háttað og sofið, og yfir þeim má búa upp önnur rúm á vængsvölum,
sem hleypt er niður úr vagnrjáfrinu, svo að rúmaröðin verður tvísett
til beggja handa i vagninum. Fyrir framan rúmin eru hengdir rekkjureflar
frá rjáfri til gólfs, og bak við þá geta menn klætt sig og afklætt, án
þess að kæra sig um, þótt fólk sje á stjái í vagninum. A daginn er
vængsvölunum hleypt upp undir rjáfrið, og eru þá öll sængurklæði geymd
þar, milli þeirra og rjáfursins. Þá er i.vagnrýtni, sem kallað er, og er
útbúnuður þar svipaður og í 2. vagnrými á brautum í Danmörku, en
sætin þó varla eins þægileg, einkum ef menn vilja halla sjer út af. í
þessu vagnrými verða menn að sofa í sætum sínum, nema menn vilji
leigja sjer rekkju i svefnvögnunum og borga fyrir hana aukreitis. Þriðja
tegundin er 2. vagnrými, sem samsvarar 3.vagnrými hjer. En á Kyrra-
hafsbrautinni er þó þetta vagnrými miklu þægilegra og betur útbúið en
almennt gerist, því þessum vögnum má þar breyta i svefnvagna með