Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 60
6o Þegar jeg kom til Winnipeg, stóð svo á, að þar var haldin fylkis- sýning og fjöldi aðkomandi manna í bænum. Var því ekki til þess að hugsa að fá herbergi i gistihúsum, því þau vóru öll troðfull. En jeg var ekki á flæðiskeri staddur fyrir þvi, því að báðir ritstjórarnir buðu mjer húsnæði, og eins Oddbjörg Björnsdóttir, og afrjeð jeg að þiggja boð hennar. Hafði hún útvegað rnjer bústað hjá íslenzkum hjónum, sem bjuggu í næsta húsi við heimili hennar, Mr. Benson (frá Stóru- völlum í Bárðardal) og konu hans (dóttur Arngríms rnálara, sem rnargir kannast við). Bjó jeg hjá þeim hjónum bæði í það sinni og hin tvö síðari skipti, er jeg dvaldi í Winnipeg, og undi mjög vel hag mínum. Vóru húsakynni hin prýðilegstu og húsbúnaður allur svo vandaður, að slíkt mundi þykja fyrirmynd hjer i Khöfn. Eru og hjónin sjálf hin rnestu myndarhjón og eins dóttir þeirra upp komin. Það sá og á, að ekki höfðu þau skilið gestrisnina eptir, er þau fluttu úr átthögum sínum, því ekki var við það komandi, að þau þægju eins eyris borgun fyrir veru mína hjá þeirn. I Winnipeg dvaldi jeg í þetta sinn tvær nætur og notaði jeg tímann til þess að heilsa upp á ýmsa kunningja og skoða bæinn. Hitti jeg þar marga landa, sem jeg hafði kynnzt á æskuárum mínum, en sem jeg hafði enga bugmynd urn að væru þar. Einn þeirra var Oddbjörn Jó- hannesson (hálfbróðir skáldsins Sigurðar Jóhannessonar), sem jeg var einu sinni nærri drukknaður með i smalamennsku nálægt Kagaðarhóli á Ásum. Heimsótti jeg hann tvisvar og hafði gaman af. Eann 23. skoðaði jeg sýninguna, sem haldin var í stórum garði í útjaðri bæjarins. Mátti þar sjá rnarga hugvitssama vjel og margan stæði- legan grip. Eru slíkar sýningar haldnar á hverju ári, i Winnipeg fyrir allt fylkið, en auk þess smærri sýningar i hverjum hinna minni bæja. Hafa sýningar þessar ekki smáræðis þýðingu, til þess að opna augu manna fyrir framförum i búnaði og endurbótum á akuryrkjutólum, enda eru þær vel sóttar, og kaupa rnenn á þeim nýjar vjelar og gripi til kynbóta. Sama kveldið vórum við Þorsteinn boðnir til síra Jóns Bjarnasonar, og var þar saman safnaður fjöldi málsmetandi landa, bæði úr bænum og utan úr sveitum, sem kornið höfðu á sýninguna. Skorti þar hvorki veit- ingar nje skemmtilegar samræður, enda eru bæði hjónin, sira Jón og frú Lára alkunn að rausn. Sira Jón er eins konar kóngur eða öllu heldur páfi þeirra Vesturíslendinga, enda hefur hann og marga þá kosti til að bera, sem góður fyrirliði þarf að hafa. Hann er gáfumaður mikill, vel menntaður og hinn djarfasti, en einrænn þykir hann í trúarskoðunum og harður i horn að taka, þegar þvi er að skipta. En slíkt bar ekki á góma okkar á milli, og hafði jeg því ekki annað af honum að segja en hina mestu ljúfmennsku. En hvað sem segja má um trúarofsa síra Jóns, sem í rauninni er i því einu falinn, að hann fylgir fast fram öllum kreddum kirkjunnar, eins þeim, sem nú eru taldar úreltar af flestum menntuðum mönnum, og berst gegn þeirn, sem á móti mæla, alveg samkvæmt prestaeiði sinum, þá er þó það vist, að sira Jón og hans liðar eiga miklar þakkir skildar fyrir þann mikla áhuga og alúð, sem þeir leggja á að viðhalda islenzkri tungu og þjóðerni þar vestra, og yfir höfuð að efla i öllu vöxt og viðgang landa sinna — á íslenzkum grund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.