Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 69

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 69
69 N. forláksson, sem þar er prestur hjá norskum söfnuði og býr í næsta húsi við lækninn. Hann er skýr maður og einbeittlegur; giptur norskri konu. Bústaður Móritz læknis er hinn prýðilegasti, með fögrum blórn- skrýddum garði umhverfis, og húsgögn öll mjög ríkmannleg. Er M. mektarmaður þar í sveit, í miklu áliti sem læknir og hefur stórtekjur, svo að nema mundi um 7000 dollara (um 26,000 kr.) árlega, eptir því sem kunnugur maður sagði mjer. Pann 6. dvöldum við mestan hluta dags hjá lækninum, og kom síra Friðrik Bergmann þangað í hópinn seinni partinn. Uni kveldið lögðum við af stað með honurn til Gardar á tveim vögnum, og fylgdu læknirinn og Lárus Arnason okkur þangað. Gisturn við þrír þar hjá prestinum, en M. og L. hjeldu heirn aptur um nóttina. Pó sátum við allir lengi fram eptir nóttu og skemmtum okkur við samræður. Síra Friðrik er fjörlegur maður og hvatlegur og skín áhugi og kapp út úr andliti hans og öllum hreyfingum, enda þykir hann engu vægari i kenn- ingum sinum en síra Jón. Hann á bókasafn mikið og gott og munu í því flestar íslenzkar bækur, sem nokkuð kveður að. Hús hans er nýtt og fallegt með stórum trjágarði umhverfis og i blómreitir, sem hjá lækninum. Hann er giptur Guðrúnu, dóttur Magnúsar prests Thorlacius (úr Skagafirði) og eiga þau nokkur börn. Tóku bæði hjónin mjer með hinni mestu ljúfmennsku, og gestrisnina ekki um að tala. Hún er ann- áluð á Islandi, en ekki reyndist mjer hún minni hjá Vesturíslendingum, þeim sem jeg kom til. Næsta dag (7.) kvöddum við prestsetrið, eptir að við höfðum tekið okkur árbít hjá frúnni, og fórum allir 4 að heimsækja Eirík Bergmann, fyrv. þingmann í öldungadeild Dakotinga. Býr hann þar í grend og er hús hans mikið og ríkmannlegt. Par neyttum við dagverðar, og hjeldum svo á þremur vögnum norður alla íslenzku byggðina, síra Jón, Sigtryggur, Eiríkur, síra Friðrik, jeg og einn maður enn, sem jeg ekki man að nefna. Var þá vel áfram haldið, enda fjörugum fákum fyrir beitt. Sat jeg í vagni með síra Friðrik, og var það sjáleg skepna, sem hann dró, hinn mesti fjörgammur, sem kostað hafði ærið fje, en prestinn ekkert, því hann hafði þegið hann að vingjöf frá nokkrum af sóknarbörnum sínum. Okum við þann dag til kvelds og komurn víða við á leiðinni (Eyford, Mountain, Hallson, Akra o. s. frv.) og sátum að náttverði hjá Nikulási, hálfbróður síra Jóns, sem býr á Hallson. Höfðum við hitt dóttur hans á Mountain, og þótti því kynlegt að sjá hana heima fyrir, er við komum til Hallson, jafnhraða ferð og við höfðum. En hún hafði brugðið við, meðan við stóðum við á Mountain, og ekið allt hvað af tók, til þess að geta tekið á móti okkur heima hjá'sjer. Seir.t um kveldið komum við í rökkri til Cavalier, því þangað var ferðinni heitið, til þess að heimsækja þá málaflutningsmennina Magnús Brynjólfsson og Daníel Laxdal, enda var mannlega tekið á móti hjá þeim. Sátum við allir lengi fram eptir hjá þeim í húsi Laxdals (hann er giptur, en Magnús ekki) við samræður og drykkju. Sá ekki á, að við værum staddir í ríki, þar sem bannað er að selja vínföng (því svo eru lög í Dakota), því »kampavinið« flóði þar í öldum og nóg önnur vín á boðstólum líka. Eru þeir Laxdal og Magnús mjög fjörugir og skemmtilegir menn og í miklu áliti. Taka þeir mikinn þátt í pólitik,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.