Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 70
70 og opt andvígir hvor öðram, en þó méstu mátar. Var þetta kveld mjög rætt um pólitík, því forsetakosning Bandaríkjanna stóð fyrir dyrum, og tvisýnt hverjir sigra mundu, silfurliðar eða gullliðar. Var Magnús með silfurliðum eða tvimælmingum og hjelt uppi drengilegri vörn fyrir þá, en átti þó i vök að verjast, þvi allir aðrir vóru á móti. Eptir langar og miklar umræður var gengið til svefns, og gistum við sira Jón um nóttina hjá Laxdal, en hinir annars staðar i bænum. Næsta dag (8.) árdegis kvöddum við Sigtryggur þá síra Friðrik og Eirík Bergmann og síra Jón, sem daginn eptir átti að vigja kirkju á Eyford og þvi varð að halda suður aptur, og ókum í vagni til næstu brautarstöðva, og fylgdu þeir Magnús og Laxdal okkur þangað og meira að segja spölkorn með eimlestinni. Hjeldum við Sigtryggur svo rakleiðis til Winnipeg og kom- um þangað um miðjan dag. I Dakotabyggðinni er fegurra landslag en i Argyle, því bæði eru þar hæðir meiri og skógur, sem mjög prýðir þar viða. Húsakynni eru þar og yfirleitt betri og menn yfir höfuð lengra á veg komnir, sem náttúrlegt er, þar sem byggðin er eldri. En ekki kvað þó vera minna um skuldir þar en i Argyle. Víða sá jeg þar Ijómandi akra, en tæplega virtist mjer landið þó eins frjótt og i Argyle. Garðyrkja sýnist vera þar meiri, einkum blómrækt, en annars mun búskaparlag allt mjög svipað. Ekki var laust við, að mjer fyndist meiri fjörkippir i Dakotingum, og var þó öðru nær, en hægt væri að bregða Argylingum um deyfð eða doða. I Winnipeg dvaldi jeg i þetta sinn að eins eina nótt, og heimsótti um kveldið og morguninn enn ýmsa landa (t. d. Sigtrygg Jónasson og konu hans, Magnús Paulson, Bardal, Árna Friðriksson o. fl.). Lagði jeg svo af stað austur á bóginn með eimlest þann 9. og fylgdi Sigtryggur mjer á leið til Selkirk. Kom jeg til Montreal að kveldi þess 11. og stje þegar á skip, því út átti að láta í dögun næsta morgun. Tók jeg mjer far með skipi Beaverlinunnar »Lake Winnipeg«, og þótti mjer vist- in mun ljelegri, en verið hafði á Normanniu; var þó ekki hægt annað að segja, en að allur viðgjörningur væri sæmilegur og skipverjar mjög alúðlegir. Pótti mjer mjög skemmtilegt að sigla niður St. Lawrence- fljótið alla leið til Quebec, því þar er nátturafegurð frámunaleg. En úr þvi kom út úr flóanum þótti mjer gamanið fara að kárna. Mættum við þá fyrst sæg af hafísjökum, heljarmiklum fjöllum, en með þvi þeir voru strjálir og veður bjart, virtist þó engin hætta búin af þeim. Verra var það, að eimvjel skipsins bilaði 5 sinnum á leiðinni, og máttum við tvi- vegis liggja um kyrt 12 stundir i senn, meðan verið var að gera við hana. Var eins og nærri má geta kurr í mörgum farþegum yfir slíku. Pó bætti það mikið úr skák, að veður var jafnan gott og sjóveiki eng- in. I þriðja sinn er vjelin bilaði, sigldi annað eimskip fram á okkur, sem fór sömu leið, og er það sá af Ijóskerunum, hversu ástatt var hjá okkur, kom það og bauðst til að draga okkur til Evrópu. En með því að skipstjóri hafði von um að takast mundi að gera við vjelina, neitaði hann því boði og sigldi þá hitt skipið sína leið. Tók þá allt kvenn- fólk meðal farþega að hágráta, enda var ekki efnilegt að vera staddur með brotna vjel alveg miðja vega milli Ameríku og Evrópu. Hefði og hræðslan og kurrinn sjálfsagt orðið enn meiri, ef skipstjórinn (Mr. Taylor)

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.