Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 71
7i
hefði ekki verið annar eins snilldarmaður og hann var. Ljek hann við
hvern sinn fingur og talaði kjark í alla, þegar allt var sem ískyggilegast,
og mun honurn þó ekki hafa verið rótt innanbrjósts. Var hann hið
mesta ljúfmenni og framkoma hans öll fyrirmynd.
Þann 24. ágúst komumst við með mestu herkjum til Liverpool eptir
nálega 13 daga ferð. Hafði jeg ætlað mjer að ná þar í landskipið
Vestu, og fara með henni til Hafnar, en hún var nú farin fyrir rúmum
sólarhring og höfðum við mætt henni daginn áður F’ótti mjer þá leitt
að bíða, unz önnur skipsferð fjelli, enda var jeg búinn að fá nóg af
sjóvolkinu; tók jeg því það til bragðs, að halda með eimlest suður
England, fram hjá Lundúnum og austur til Harwich. Laðan fór jeg
með skipi yfir til Hollands og svo með eimlest norður Holland og Þýzka-
land til Hamborgar og kom við á leiðinni í Haag, Amsterdam, Múnster,
Osnabrúck, Bremen og víðar. Frá Hamborg hjelt jeg til Hafnar (sömu
leið og þegar jeg fór af stað) og kom þangað þann 26. ágúst kl. 10 ár-
degis. Hafði jeg þá verið rjetta þrjá mánuði burtu, en frá Liverpool 4
stundum fátt í 2 sólarhringa, og kom því degi fyr til Hafnar en Vesta,
enda var og ferðin miklum mun dýrari, en ef jeg hefði með henni
farið.
Jeg hafði haft gaman af mörgu i þessari ferð, og mörgu kynnzt í
háttum og lífi Ameríkumanna, sem sannarlega væri frásagna vert, bæði
af viðtali við tjölda Ameríkumanna á leiðinni (karla og kvenna) og eink-
um við 6 vikna dvöl mina á austurströndinni. En öllu sliku hef jeg
orðið að sleppa vegna rúmsins. Jeg hef orðið að láta mjer nægja að
skrifa stutta ferðasögu og minnast nokkuð á hag landa rninna vestan hafs,
og þó miklu minna, en jeg hefði viljað, því mest hafði jeg gaman af
að heimsækja þá. Gladdi það mig hjartanlega að he}'ra, hve innilegt
hugarþel allur meginþorri þeirra ber til Islands. Pað hefur farið með
þá eins og opt reynist, að sönn lifandi ættjarðarást vaknar þá fyrst fyrir
alvöru, er menn fjarlægjast strendur fósturjarðarinnar. Hefur þeim nú
gefizt tækifæri á að sýna það í verkinu með jarðskjálftasamskotunum,
að þeir vilja taka þátt í kjörum landa sinna austan hafs. Það gladdi mig
og að sjá, hve vellíðan þeirra er almenn, að því er jeg fjekk bezt sjeð.
Auðvitað ber þess að geta, að jeg kom ekki nema i tvær af hinum
beztu nýlendum og svo í höfuðstaðinn. Um hinar aðrar nýlendur get
jeg þvi ekkert borið, en sjálfsagt eru þær allar mun ljelegri, nema ný-
lendan í Minnesota, sem mjer var sagt, að væri lengst á veg komin og
þar rnenn rikastir. Þess ber og að geta, að bæði var dvöl mín stutt, og
jeg kom þar um hásumartímann, þegar allt stóð í sem mestum blóma,
og auðvitað allt gert til þess, að sýna mjer heldur hið betra en hið
lakara. En þótt svo værf, hygg jeg, að mjer skjátlist varla i þeim dómi
mínum, að þessar nýlendur eigi mikla og glæsilega framtið fyrir hönd-
um og að flestir búendur þar muni brátt komast i álnir. En ekki álít
jeg það allt frjósemi landsins að þakka (þó hún sje auðvitað mikil),
heldur miklu fremur þeim dugnaði, atorku og værklægni, sem mörgum
löndum vorum fyrst hefur lærzt eptir að þeir komu vestur. ýeg er
sannfærður um, að ef sömu mennirnir færu nú að reisa bú á Islandi,
þá mundi búskaparlag þeirra verða allt annað, en áður en þeir fóru það-
an, og tvisýnt hvort þeir gætu ekki haft eins mikinn ágóða upp úr