Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 72
72 jörðunni og sjónum þar eins og vestra. Því auðsuppspretturnar á íslandi eru ekki litlar, ef menn kynnu að færa sjer þær rjettilega i nyt. Þá hafa og samgöngurnar ekki smáræðisþýðingu fyrir Argylinga og Dakot- inga, þvi minna fengju þeir fyrir hveitið sitt, ef ekki hefðu þeir járn- brautirnar, til þess að koma þvi á markaðinn, enda hefur þeim fleygt fram síðan þær komu. Hve miklu munar i þvi efni, geta menn sjeð á einu dæmi, sem Sigurður Kristófersson sagði mjer. Hann kvaðst einu sinni hafa verið 17 daga á leiðinni frá Winnipeg_ að heimili sínu Grund, en nú er það 4—5 stunda ferð með járnbraut. I þeim nýlendum, sem engin járnbraut nær til, eru lika framfarirnar sáralitlar eða að minnsta kosti ofur hægfara (eins og t. d. i Nýja-íslandi). Vesturíslendingar skilja líka þýðing járnbrauta betur en landar þeirra austan hafs, en þeir skilja lika margt fleira nú, sem þeir hefðu sjálfsagt ekki viljað lita við, með- an þeir vóru heima á íslandi. Allir, sem jeg hitti, vóru ánægðir yfir því, að þeir höfðu flutt vestur, og enginn kvaðst vilja aptur hverfa, nema einn maður i Winnipeg, sem ráðgerði að flytja heim aptur með konu sina. 1 Winnipeg eru lika framtiðarhorfurnar heldur ekki nærri eins glæsilegar eins og úti i sveitunum. Þar eru auðvitað sumir komnir í allgóð efni, en þeir eru tiltölulega rnjög fáir. Hinir eru miklu fleiri, sem hafa sitt afskammtað uppeldi og ekki meira. Þar lifir og allur fjöldinn á handafla sínum, og þó launin sjeu há, þá getur atvinnuskort- ur verið annað veifið, svo að hinar mögru kýr jeta upp hinar feitu. Hinsvegar hefur alltof mikið verið geipað af því, hve dýrt væri að lifa í Winnipeg. Eptir þvi sem mjer var frá skýrt, þá er húsaleiga þar engu hærri og hjá sumum jafnvel lægri en almennt gerist hjer í Höfn. Jeg skrifaði og hjá mjer verð á hinum helztu nauðsynjavörum (brauði, smjöri, mjólk, eggjum, kjöti, fiski, kaffi, sykri o. s. frv.) og var verð á þeim mjög svipað og hjer í Höfn, á sumum lægra, en sumum ívið hærra. Frú Halldórsson, sem er fædd og upp alin í Höfn og hafði í mörg ár staðið þar fyrir búi, sagði mjer og, að sjer fyndist ódýrara að kaupa til húss síns í Park River, en verið hefði i Höfn, og kom það nokkurnveginn heim við árangurinn af rannsókn minni i Winnipeg. Furðaði jeg mig hálfpartinn á þessu, þvi i austurfylkjum Bandaríkjanna reyndist mjer allt miklu dýrara, svo að mjer fannst þar opt ekki fást öllu meira fyrir doll- arinn en krónuna hjer. En þess ber að gæta, að þó verð á matvælum sje ekki hátt, þá eru einstakar máltiðir dýrari, því vinnan við matreiðsl- una er, eins og öll önnur vinna, miklu dýrari þar en hjer. Islendingar eru i töluvert miklu áliti meðal innborinna manna þar vestra. Þykja þeir hæfileikamenn, atorkumenn og löghlýðnir. Að sönnu gat jeg ekki sjálfur, sökum naumleika timans, komið þvi við, að tala við marga innlenda um þá, en þeir, sem jeg' talaði við, ljetu allir vel af þeim. A leiðinni til Evrópu varð jeg samferða kaupmanni frá Winni- peg, og vissi hann ekki að jeg var Islendingur. Atti jeg tal við hann um þá og hældi hann þeim mikið. Samtal okkar byrjaði eitthvað á þá leið, að jeg sagði sem svo, að það væru margir Islendingar í Winni- peg. »Jú,« svaraði hann, »þeir eru margir og gerast líka ágætir borg- arar. Jeg vildi óska, að enn fleira væri af þeim þar, en færra af and- sk......Gyðingunum.« Það hlýtur því að vera töluvert af Gyðing- um i Winnipeg, þó jeg satt að segja tæki ekki eptir þeim. En það

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.