Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 75

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 75
75 er myndað hafa samband sín á milli og samið sjer sambandslög. Formaður þessa sambands er alþingismaður Pjetur Jónsson á Gautlöndum og hann er og rit- stjóri tímaritsins. I þessum árgangi er auk formála prentuð fundargerð ffá sam- bandsfundi kaupfjelaganna 1895 og sambandslög þeirra. Þá er skýrt frá skrifuðu blaði (*Ofeigur«), sem gefið hefur verið út í kaupfjel. Þingeyinga síðan 1890, og prentaðar upp úr því tvær ritgerðir: »Geta kaupfjelög kornið í stað kaup- manna?« eptir Sigurð Jónsson og »Tortryggni« eptir P[jetur] JJónsson]. Eru þær báðar vel ritaðar og í þeim margar góðar og þarfar bendingar, en þær sanna þó tæplega fyllilega það, sem þeim er ætlað að sanna. Þá koma tvær ritgerðir eptir B[enedikt] JJónsson]: »Trusts« um kaupsambönd í Ameríku og víðar, að mestu leyti þýtt úr hinu norska tímariti »Kringsjaa«, og »Skipulag«, þar sem sýnt er fram á, hve nauðsynlegt gott skipulag og fjelagsskapur sje í mannlífinu, til þess að hver einstaklingur geti notið sín, hæfileika sinna og krapta, því skipulegt fjelagslíf sje grundvöllur allrar menningar. Ekki verður það varið, að töluvert sósialistabragð er að þessum ritgerðum, en vel eru þær ritaðar, og einkum sú síðarnefnda ágæt í sinni röð og sjerlega þörf hugvekja fyrir marga Islendinga. Sundurlyndi, fjelagsleysi og tortryggni er það illgresi, sem mest stendur þjóðtje- lagi voru fyrir þrifum, og ber því hverjum þeim heiður og þökk, sem vinnur að því að uppræta það. Það væri gaman að eiga marga bændur, sem gætu skrif- að aðra eins ritgerð og þessa, því þeir gætu þá eitthvað fleira. Síðast í ritinu er kafli, sem heitir: »Samtíningur og sáðkorn«, og eru þar þrír fróðlegir brjef- kaflar frá Einari sál. Ásmundssyni í Nesi um verzlunarmál og kaupfjelagsskap, um samvinnufjelög Dana og rjettindi danskra kaupíjelaga. — í sambandslögum kaup- Ijelaganna (6. gr.) er svo mælt fyrir, að ritið skuli flytja hagskýrslur þeirra, svo sem skrár yfir aðfluttar og útfluttar vörur með álögðum kostnaði, yfirlit yfir fjárhag ijelaganna, eignir þeirra og skuldir. En engar slíkar skýrslur eru í ritinu og er það mikill galli, því slíkar skýrslur hafa meira sönnunarafl, en nokkur rit- gerð getur haft án þeirra. En á þessum galla verður sjálfsagt ráðin bót í næsta árgangi. V. G. ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFJELAGS. 1896. í þessari árbók eru fyrst þrjár skýrslur um fornleifarannsóknir Brynjulfs Jönssonar sumarið 1895 eptir sjálfan hann, og bera þær fyllilega með sjer, að ekki hefur orðið hálft gagn af þessum rannsóknum, því hjer um bil alls staðar, þar sem hann hefur fundið fornrústir, sem eitthvað var á að græða, hefur hann orðið frá að hverfa því nær jafnnær, af því hann hefur ekki haft bolmagn til að rannsaka þær með greptri. Þetta er mikið mein, en sízt er herra Br. J. um slíkt að saka, heldur þá, sem gera hann út í þessar ferðir. Af reikningum fjelagsins má sjá, hve miklu fje hefur verið varið til þessara rannsókna, og er það *svo hlægilega lítið, að mann rekur í rogastanz. Hjer er einkum tvennt að athuga. F)írst og fremst það, að ekki er til neins að vera að myndast við þessar rannsóknir, ef þær geta ekki orðið annað en kák og nafnið eitt. En þar næst er meðferðin á þessum vel- metna fræðimanni alls ekki samileg. Það er þjóðarskömm að láta hann vera að ferðast í vísindalegum erindum sem förumann, sem verður að liíá á bón- björgum. En það hlýtur hann að gera með því fje, sem honum er fengið til umráða. Fornleifafjelagið mun nú svara, að það hafi ekki ráð á, að láta meira af hendi rakna, og mun það satt, því fjelagið er bláfátækt. En hvað hefur það gert til þess, að útvega manninum sjerstakan styrk af opinberu fje til þessara rannsókna. Þó herra Br. J. sje svo ósjerplæginn, að vinna með allri alúð að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.